Fær ekki milljónirnar fyrir stolnar handfærarúllur Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. desember 2019 09:54 Báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður. Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í vikunni tryggingafélagið Vörð af milljónakröfu smábátaeigandans Hafskips vegna þjófnaðar á handfærarúllum úr bát þess síðarnefnda. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu að handfærarúllurnar féllu ekki undir þá tryggingu sem eigandi bátsins var með hjá félaginu. Smábátaeigandinn krafði tryggingafélagið um 4,3 milljónir í bætur með vöxtum. Hann krafðist bótanna úr svokallaðri smábátatryggingu sem hann var með hjá Verði frá 1. júlí 2016 til 31. desember 2016.Tóku handfærarúllurnar, verkfæri og björgunargallaÍ dómi segir að málsatvik séu óumdeild. Farið var um borð í bát stefnanda í lok desember 2016, þar sem báturinn lá við bryggju í Njarðvíkurhöfn og fjarlægðar þaðan m.a. sex handfærarúllur sem voru á dekki bátsins. Þá var lás á skorsteinshúsi bátsins klipptur í sundur en handfærarúllurnar voru tengdar við rafmagnstöflu sem var inni í skorteinshúsinu. Þá voru einnig tekin verkfæri og tveir björgunargallar. Tryggingafélagið féllst á greiðslu bóta vegna verkfæranna og björgunargallans en hafnaði bótaskyldu vegna handfærarúllanna, með þeim röksemdum að bótaskyldan tæki ekki til veiðarfæra. Handfærarúllurnar „úti“ og því ekki stolið við innbrot Stefnandi skaut ákvörðun tryggingafélagsins til úrskurðarnefndar í vátryggingamálum árið 2017. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að þar sem handfærarúllurnar hefðu verið „úti“ hefði þeim ekki verið stolið við innbrot og félli þjófnaður á þeim því ekki undir bótasvið í skilmálum stefnda. Stefnandi ætti því ekki rétt á bótum úr smábátatryggingunni vegna þessa. Stefnandi taldi hins vegar að handfærarúllur falli undir bótasvið tryggingarinnar. Handfærarúllur séu ein tegund vinda og því falli þær undir skilmálana. Þá benti hann einnigá að handfærarúllur væru fastar við bátinn og því hluti af bát og fylgifé hans. Dómurinn leit að endingu svo á að vátryggingin tæki ekki til handfærarúlla þeirra sem í málinu greinir. Þær teljist ótvírætt til veiðafæra og geti ekki talist til fylgifjár bátsins miðað við texta vátryggingaskilmálanna. Tryggingafélagið var því sýknað af kröfum stefnda í málinu. Málskostnaður á milli aðila féll niður.
Dómsmál Sjávarútvegur Tryggingar Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira