Samherji bara sjúkdómseinkenni Þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar 6. desember 2019 16:30 Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Sjá meira
Eftir að hafa svamlað um í þrjár vikur í hafi Samherjaskjala er þjóðin að koma upp úr kafinu með andköfum. Raunar vorum við ennþá andstutt eftir Panamaskjölin, og kalin eftir að hafa troðið ískaldann marvaðann í efnahagshruninu. Afhjúpun ítrekaðrar spillingar síðastliðinn áratug er farin að valda áfallastreitueinkennum hjá Íslendingum, meðal annars minnisleysi (sem sést best á því að margir af sömu einstaklingum og voru í lykilhlutverkum í áðurnefndum skandölum njóta ennþá fylgis og sitja enn í veldisstólum sínum) og þeirrar ranghugmyndar að kannski sé ekkert betra í boði og vald okkar ekkert. Vissulega er rétt að við getum ekki breytt orðnum hlut - en við ráðum hins vegar hvernig við bregðumst við, í því felst vald okkar. Fyrst þurfum við þó að átta okkur á að Samherji einn og sér er ekki vandinn, hann er einungis ein birtingarmynd kerfisbundins misréttis sem leyfir sameiginlegum auðlindum okkar að safnast á fárra hendur (og 12% hámarksþakið er löngu brostið, svo það sé sagt), sem veldur því að útvalinn hópur fólks fær að arðræna almenning í skjóli laga. Það er í mannlegu eðli að ráðast á sjúkdómseinkennin en ekki sjúkdóminn, skyndilausnir eru þægilegar. Það er auðveldara að taka úr umferð stjórnendur banka sem sýna stórfellt kæruleysi með fjármuni almennings, en að leggjast í að endurmennta alla stéttina til að hreinsa upp brenglaða móralinn sem þeir bjuggu til. Það er einfaldara að bola perranum út úr draumaverksmiðjunni og telja að þar með sé kynferðisleg áreitni að baki, heldur en að stofna til þeirrar víðtæku viðhorfsbreytingar sem til þarf. Það er mun minni fyrirhöfn að sneiða höfuðið af fífli en að stinga upp allan arfann. Hér þarf að muna að Samherji er skilgetið afkvæmi kvótakerfisins. Hugmyndin með kvótakerfinu var ekki sú að gera örfáa einstaklinga svo stjarnfræðilega auðuga og volduga að þeir geti keypt sér heilu og hálfu ríkisstjórnirnar og haldið uppi þeirri fyrirlitlegu hefð hvítra Vesturlandabúa að ræna Afríkuþjóðir. Hugmyndin var ekki sú að handfylli Íslendinga fengi tæpa HUNDRAÐ MILLJARÐA króna í arðgreiðslur (eins og raunin er um eigendur sjávarútvegsfyrirtækjanna frá árinu 2010). Ég endurtek: Eitt hundrað þúsund milljónir. Það er varla á færi óbreytts leikmanns að gera sér slíka fjárhæð í hugarlund. Fjárhæð sem nýta mætti í að betrumbæta langþreytta heilbrigðiskerfið okkar, niðurgreiða lyf, lengja fæðingarorlof, tryggja lífeyrisþegum mannsæmandi líf og viðhalda nauðsynlegum innviðum eins og vegakerfinu, svo dæmi séu nefnd. Allt eru þetta aðgerðir sem bjarga mannslífum og auka lífsgæði heillar þjóðar. Þegar fyrirtæki eru orðin að jafn gígantískum gróðamaskínum og um ræðir er ekki heldur á færi einstaklinga að koma böndum yfir þau. Til þess þarf gagngera breytingu sem gengur inn undir húðina og alla leið inn í merginn á samfélagssáttmála okkar, inn í sjálfa stjórnarskrána. Þjóðin hefur verið svikin um hana í sjö ár og nú er komið nóg. Á morgun má mótmæla því á Austurvelli kl 14. Annars er bara tímaspursmál hvenær við sökkvum í næsta spillingarfen og hvort við verðum orðin of þreytt til að troða marvaðann. Stundin er núna, valdið er okkar.Greinin birtist fyrst á Facebook-síðu höfundar.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun