Strangar kröfur gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 7. desember 2019 12:04 Lilja Dögg Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. vísir/vilhelm Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu. Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Ríkar kröfur eru gerðar til upplýsingaskyldu um eignarhald á fjölmiðlum sæki þeir um endurgreiðslu vegna hluta kostnaðar við rekstur. Þetta kemur fram í nýju fjölmiðlafrumvarpi mennta-og menningarmálaráðherra. Ef þeir reynast ófullnægjandi er beiðni um endurgreiðslu hafnað. Fjölmiðlafrumvarp mennta-og menningarmálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla var lagt fram á Alþingi í gær. Lagt er til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni. Í frumvarpinu kemur fram að hlutfall endurgreiðslu skuli að hámarki verða 18 prósent af kostnaði sem fellur til við að afla frétta en ekki hærri en fimmtíu milljónir króna. Þetta er þó nokkuð lægra en kom fram í frumvarpi sem lagt var fram í vor þar sem gert var ráð fyrir endurgreiðslu upp á 25 prósent. Þá hafði verið greint frá því að endurgreiðslan yrði 20 prósent í þessu frumvarpi. Í fjárlögum fyrir árið 2020 er gert ráð fyrir 400 milljón króna útgjaldasvigrúmi til stuðnings einkarekinna fjölmiðla. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu nægir það til endurgreiðslu upp á 18 prósent. Fjölmiðlar sem sækja um endurgreiðsluna þurfa að veita fjölmiðlanefnd fullnægjandi gögn og upplýsingar um eignarhald. Nefndin leggur mat á hvaða upplýsingar teljast fullnægjandi. Í frumvarpinu kemur fram að það eigi að vera strangt mat á þessu atriði enda sé æskilegt að gerðar séu ríkar kröfur til gagnsæis á eignarhaldi þeirra fjölmiðla sem sæki um endurgreiðslur úr ríkissjóði. Þá kemur fram að telji nefndin upplýsingarnar ófullnægjandi að loknum fresti hafni hún beiðni um endurgreiðslu.
Alþingi Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Tengdar fréttir Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
Bregst við gagnrýni Blaðamannafélagsins með endurskoðun fjölmiðlalaga Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, ætlar að ráðast í endurskoðun fjölmiðlalaga, meðal annars til að bregðast við gagnrýni sem leiddi til þess að Stjórn Blaðamannafélags Íslands samþykkti að draga fulltrúa sinn úr fjölmiðlanefnd. 23. september 2019 19:06