Verkalýðshreyfingin áberandi í mótmælunum á Austurvelli Atli Ísleifsson skrifar 7. desember 2019 14:35 Alls koma tólf samtök að mótmælaaðgerðunum í dag. Vísir/Stefán Óli Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Nokkur fjöldi er nú saman kominn á Austurvelli þar sem mótmæli fara nú fram undir yfirskriftinni Lýðræði – ekki auðræði. Tólf samtök boðuðu til mótmælanna en þetta er í annað sinn á hálfum mánuði sem boðað er til slíkra mótmæla. Verkalýðshreyfingin er áberandi í hópi mótmælenda og telur Drífa Snædal, forseti ASÍ, að kröfur þeirra samræmast vel áherslum launafólks. Drífa er í hópi ræðumanna í dag ásamt þeim Braga Páli rithöfundi og Þorgerði Maríu Þorbjarnardóttur frá Ungum umhverissinnum. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem standa að mótmælunum á Austurvelli, en nú eru hóparnir tólf talsins – samanborið við þá sjö sem mótmæltu spillingu, stjórnarskránni og sjávarútvegsráðherra í lok nóvember.Vísir/Stefán ÓliVerkalýðshreyfingin er áberandi í þessum hópi, en bæði VR og Efling setja nafn sitt við mótmælin auk þess sem formaður þess síðarnefnda, Sólveig Anna Jónsdóttir, var meðal ræðumanna á síðustu mótmælum. Boðað var til fyrstu mótmælanna í kjölfar birtingu Samherjaskjalanna svokölluðu og krefjast mótmælendur þess að sjávarútvegsráðherra segi tafarlaust af sér embætti og að Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá sem landsmenn sömdu sér og samþykktu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2012. Þá er þess krafist að „arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings til uppbyggingar samfélagsins og til að tryggja mannsæmandi lífskjör allra,“ segir á Facebook-síðu mótmælanna. Samtökin sem standa að mótmælunum í dag eru: Stjórnarskrárfélagið, Efling stéttarfélag, Öryrkjabandalag Íslands, VR stéttafélag, Samtök kvenna um Nýja stjórnarskrá, Gagnsæi, samtök gegn spillingu, Ung vinstri græn, Ungir píratar, Ungir jafnaðarmenn, Ungir sósíalistar og hópur almennra borgara og félagasamtaka.Vísir/Stefán ÓliVísir/Stefán Óli
Reykjavík Samherjaskjölin Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira