Stjórnarandstaðan sniðgengur atkvæðagreiðslur Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 16:29 Það er kuldalegt innan sem utan veggja Alþingis í dag. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni. Alþingi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira
Stjórnarandstaðan hefur í dag komið í veg fyrir að atkvæðagreiðslur geti farið fram á Alþingi. Samkvæmt heimildum fréttastofu reynir stjórnarandstaðan með þessu að þrýsta á forseta Alþingis og ríkisstjórnarflokkana um að semja við stjórnarandstöðuna um það hvaða mál verða tekin á dagskrá fyrir jólafrí. Til að atkvæðagreiðsla geti farið fram þarf meirihluti þingmanna að vera viðstaddur eða að minnsta kosti 32 þingmenn. Þar sem óvenju margir stjórnarþingmenn eru fjarverandi, ýmist vegna veikinda eða þátttöku á fundum erlendis, og ekki hafa verið kallaðir inn varaþingmenn fyrir alla sem eru fjarverandi, voru ekki nógu margir stjórnarþingmenn í húsi til að ná meirihluta. Þannig sá stjórnarandstaðan sér leik á borði með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu. „Forseti minnir á skyldu þingmanna að sækja þingfundi og sérstaklega að taka þátt í atkvæðagreiðslum nema að lögmæt forföll komi í veg fyrir að þeir sinni þeirri skyldu sinni,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, þegar þingmenn sem staddir voru í húsi mættu ekki í þingsal þegar hringt var til atkvæðagreiðslu. Lýsti hann vonbrigðum sínum með að þingmenn mættu ekki til atkvæðagreiðslu. 38 þingmenn voru skráðir í húsi en ekki var nægur fjöldi mættur í þingsal til að unnt væri að hefja atkvæðagreiðslu en í dag áttu að fara fram nokkrar atkvæðagreiðslur þar sem samþykkja þarf afbrigði. Samkvæmt heimidum fréttastofu ríkir óánægja meðal stjórnarandstöðunnar um að ríkisstjórnarflokkarnir setji mál á dagskrá nú í vikunni fyrir áætluð þinglok sem ekki ríkir einu sinni sátt með innan stjórnarinnar. Má þar meðal annars nefna fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, sem er á dagskrá þingfundar í dag. Stjórnarandstæðingum þyki illa farið með tímann að setja slík mál á dagskrá í stað þess að semja við stjórnarandstöðuna um að ýmis þingmannamál og önnur mál sem samstaða ríki um verði sett á dagskrá. Þá herma heimildir fréttastofu að með þessu vilji stjórnarandstaðan mótmæla því hvernig haldið hafi verið utan um skipulag dagskrár þingfunda og lítið sem ekkert samráð hafi verið haft við stjórnarandstöðuna. Mörg af þeim málum sem sett hafi verið á dagskrá séu allt of seint fram komin. Uppfært kl. 16:55 Þingfundi var frestað til klukkan 17:30 nú rétt í þessu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst fundar forseti Alþingis þessa stundina með formönnum þingflokka til að reyna að finna lausn á þeirri stöðu sem upp er komin. Umræða hefur farið fram um þau mál sem eru á dagskrá þingsins í dag en öllum atkvæðagreiðslum frestað. Uppfært kl. 17:35 Aftur hefur þingfundi verið frestað, nú til klukkan 18:00 á meðan forseti fundar með formönnum allra þingflokka. Áður hafði hann átt fund með þingflokksformönnum stjórnarandstöðunnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu binda þingmenn stjórnarandstöðunnar ákveðnar vonir við að einhver af þeirra þingmannamálum verði tekin á dagskrá þingsins í vikunni.
Alþingi Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn Sjá meira