Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 23:31 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Fréttir Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15
„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent