Skikka Boeing til endurhönnunar eftir að kona sogaðist út úr flugvél og lést Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. nóvember 2019 23:31 Nauðlenda þurfti vélinni í Fíladelfíu þegar þotuhreyfillinn sprakk. Vísir/epa Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“. Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Bandaríska flugslysanefndin, NTSB, hefur lagt það til við flugvélaframleiðandann Boeing að hann ráðist í endurhönnun á tiltekinni tegund 737-flugvéla sinna í kjölfar banaslyss sem varð í fyrra. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu nefndarinnar. Slysið varð í apríl í fyrra þegar sprenging varð í hreyfli flugvélar flugfélagsins Southwest Airlines á leið frá New York til Dallas í Bandaríkjunum. Við það kom gat á vélina, sem var af gerðinni Boeing 737 NG, og bandarísk kona, Jennifer Riordan, hálfsogaðist út um gatið og lést. Fram hefur komið að farþegar vélarinnar hafi náð að halda í hana og toga hana aftur inn.Sjá einnig: „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“Jennifer Riordan.Mynd/United Way of Central New MexicoRannsóknarskýrsla flugslysanefndarinnar var gefin út í gær. Þar segir að líklega hafi blað í hreyflinum losnað og við það hafi læsingarbúnaður skotist út úr mótorhlíf utan um hreyfilinn, skollið á flugvélinni og brotið glugga – gluggann sem Riordan sat við. Þegar glugginn brotnaði féll þrýstingur skyndilega í farþegarýminu, með fyrrgreindum afleiðingum. Í ljósi þessa beinir flugslysanefndin því til Boeing að endurhanna mótorhlífar allra flugvéla sinna af gerðinni Boeing 737 NG. Þannig eigi að tryggja burðarþol hlífanna, sem umlykja hreyflana, og minnka líkur á því að slys verði þegar blað losnar úr hreyfli. Þess er krafist að Boeing innleiði þessar breytingar í hönnun á nýjum 737 NG-vélum. Þá verður Boeing einnig gert að skipta út mótorhlífum eldri véla af sömu gerð. Sérstaklega er tekið fram í fréttum um skýrsluna vestanhafs að tilmæli nefndarinnar nái ekki til 737 Max-flugvéla Boeing, sem voru kyrrsettar um allan heim í kjölfar tveggja mannskæðra flugslysa. Greint var frá því í október að Icelandair geri ekki ráð fyrir því að Max-vélarnar verði teknar aftur í rekstur fyrr en í lok febrúar á næsta ári. Í yfirlýsingu frá Boeing vegna skýrslunnar segir að umræddar flugvélar séu þegar öruggar. Til að koma til móts við tilmæli flugslysanefndarinnar sé þó unnið að „hönnunarumbótum“.
Bandaríkin Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15 „Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Sjá meira
Einn lést þegar þotuhreyfill sprakk Fréttir hafa verið um að kona hafi næstum því sogast út úr vélinni, en ekki liggur fyrir hvort að hún sé farþeginn sem lét lífið. 17. apríl 2018 23:15
„Þau segja að það sé gat og einhver hafi farið út“ Kona, sem sogaðist næstum því út um gat á farþegaþotu flugfélagsins Southwest Airlines þegar hreyfill vélarinnar sprakk í gær, er látin. 18. apríl 2018 07:44