Eignaði sér heiðurinn af opnun verksmiðju sem hefur verið opin frá 2013 Samúel Karl Ólason skrifar 21. nóvember 2019 15:03 Tim Cook sýnir Donald Trump verksmiðjuna. AP/Evan Vucci Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, heimsótti verksmiðju þar sem Apple tölvur eru framleiddar í Texas í gær. Með honum var Tim Cook, forstjóri Apple. Það þykir svo sem ekki merkilegt fyrir utan það að Trump eignaði sér heiðurinn af því að verksmiðjan hafi verið opnuð og virtist hann halda því fram að hún hafi verið opnuð í gær. Hið rétt er að verksmiðjan opnaði árið 2013. Þetta mun vera í þriðja sinn á þessu ári, sem Trump skoðar gamlar verksmiðjur og eignar sér heiðurinn af því að þær hafi verið opnaðar. Hefur hann notað umræddar verksmiðjur til að halda því fram að efnahagsstefna hans hafi skilað árangri. „Fyrir mér, er þetta mjög mikilvægur dagur,“ sagði Trump í gær. Þá tók Cook til máls og leiðrétti hann forsetann ekki. Hann þakkaði Trump og starfsmönnum hans fyrir stuðninginn og sagði að dagurinn hefði ekki gengið eftir án hans. Trump ítrekaði það svo á Twitter að hann hefði opnað verksmiðjuna. Eins og áður segir var verksmiðjan opnuð árið 2013. Hún er í eigu fyrirtækis sem nefnist Flex og hefur framleitt Mac Pro tölvur frá því hún opnaði. Nánast öll framleiðsla Apple gerist í Kína.Today I opened a major Apple Manufacturing plant in Texas that will bring high paying jobs back to America. Today Nancy Pelosi closed Congress because she doesn’t care about American Workers! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) November 20, 2019 Blaðamaðurinn Daniel Dale, sem ver miklum tíma í að fylgjast með og greina sannleiksgildi ummæla og yfirlýsinga Trump, segir að þetta sé í þriðja sinn á þessu ári sem forsetinn eignar sér ranglega heiðurinn af opnun verksmiðja sem hann hefur heimsótt. Hann geri það iðulega þegar hann skoðar verksmiðjur.Trump has now falsely taken credit for the existence of three plants he has visited this year: one in Texas, one in Louisiana, one in Pennsylvania. It's his standard bit when he visits a manufacturing facility. — Daniel Dale (@ddale8) November 20, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fleiri fréttir Trump sigraði öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Sjá meira