Allt í hnút hjá Svarta sauðnum og Yarmi Eiður Þór Árnason skrifar 22. nóvember 2019 09:30 Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjón (til vinstri), og Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Vísir Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðilans á grundvelli hönnunarverndar sinnar án árangurs. Forsvarskona verslunarinnar Kósýprjóns, sem rekið er af fyrirtækinu Svarti Sauðurinn ehf, telur sig aftur á móti vera í fullum rétti og furðar sig á því að Hugverkastofa hafi veitt vörum hönnunarvernd sem séu að hennar sögn augljósar eftirmyndir vinsællar erlendrar prjónahönnunar. Kósýprjónn hefur krafist niðurfellingar á hönnunarvernd Yarm. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjóns, segir að fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins hafi fulltrúi prjónafyrirtækisins Yarms haft samband við sig og sagst vera með hönnunarvernd á vörum sem væru til sölu í verslun Önnu. Þau hafi ekki svarað athugasemdunum til að byrja með og í framhaldinu hafi deilurnar farið stigvaxandi. Hönnunarvarðar vörur Yarms eins og þær birtast í ELS Tíðindum Hugverkastofu í október 2017. Greint á um hvort hönnunin hafi verið ný Ágreiningsatriðið sem kjarni málsins snýst um er ákvæði í lögum um hönnun þar sem kveðið er á um að hönnunarréttur geti einungis náð til nýrrar og sérstæðar hönnunar sem hafi ekki áður verið aðgengileg almenningi. Kósýprjón fullyrðir í niðurfellingarkröfu sinni til Hugverkastofu (áður Einkaleyfastofan) að umrædd hönnun á teppi og púða hafi verið aðgengileg almenningi á Internetinu áður en Yarm fékk sína hönnunarvernd hjá stofnuninni haustið 2017. Meira að segja hér á landi hafi íslenski vefmiðilinn Kvennablaðið birt mynd af svipaðri hönnun árið 2015 þegar miðilinn fjallaði um prjónahönnun úkraínskrar prjónakonu. Einnig vísa forsvarsmenn Kósýprjóns til myndbands á Youtube frá árinu 2016 sem sýnir gerð púða sem er sagður svipa til þess sem Yarm fékk hönnunarvernd á í september 2017. Hugverkastofu ekki gert að sannreyna sannleiksgildi Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofu, segir stofnunina ekki geta rætt einstök mál sem séu þar til meðferðar. Fyrirkomulagið hér á landi sé með þeim hætti að sönnunarbyrðin sé lögð á þá aðila sem sæki um hönnunarvernd. Sambærilegar vörur Kósýprjóns.Kósýprjón Þannig sé þeim sjálfum gert að ganga úr skugga um að hönnunin sé ný og sérstæð á heimsvísu. Hugverkastofa þurfi ekki að ganga frekar úr skugga um það hvort að svo sé í raun og veru áður en hönnunarskráningin er samþykkt. Það sé ekki fyrr en að annar aðili andmæli verndinni og geri kröfu um ógildingu hennar sem stofnunin taki mál til efnislegrar meðferðar og framkvæmi sjálfstæða rannsókn á því hvort eldri fordæmi séu til fyrir hönnuninni. Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm.Fréttablaðið/Anton Reynt að henda henni út af handverkshátíð Erla Svava Sigurðardóttir er stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Anna sakar hana um að hafa farið í ónefnda verslun og reynt að fá hana til að taka vörur Kósýprjóns úr sölu á þeim grundvelli að fyrirtækið væri að brjóta á hönnunarvernd hennar og mætti því ekki selja umræddar vörur. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri Kósýprjón. Einnig segir Anna að Erla Svava hafi haft samband við framkvæmdarstjóra handverkshátíðar til þess að reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi að kynna vörur sínar á hátíðinni. Erla Svava vildi ekki tjá sig efnislega um málið í samtali við Vísi en sagði „Kósýprjón fara illa með málavexti.“ Erla taldi málið jafnframt ekki vera umfjöllunarvert fyrr en ákvörðun Hugverkastofu í málinu lægi fyrir. Var brugðið á Ljósanótt „Ég hef ekkert nema gott um vörur hennar að segja, bara ótrúlega fallegar og ég tek ofan fyrir því að hún sé að spinna sjálf ull og allt það,“ segir Anna, framkvæmdastjóri Kósýprjóns, í samtali við Vísi. Hún segir að henni hafi svo brugðið þegar Yarm fór að hennar sögn að dreifa óhróðri um fyrirtækið á Facebook á meðan bæjarhátíðin Ljósanótt stóð yfir í Reykjanesbæ í fyrra. Facebook-færsla Yarm sem er sögð hafa verið birt í kringum Ljósanótt í fyrra. Færslunni hefur síðan verið eytt. „Hún sakar okkur um að þykjast vera Yarm þrátt fyrir að básinn væri merktur okkar fyrirtæki í bak og fyrir og allir sem til okkar komu, fengu spjald með nafni fyrirtækisins ásamt vefslóð og samfélagsmiðlasíðum, “ bætir Anna við. „Þá er maður kominn svolítið langt yfir strikið.“ „Nú finnst mér bara mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál þannig að hún hætti og láti okkur vera,“ segir Anna. Hún segir að von sé á úrskurði frá Hugverkastofu í málinu fyrir jól. Höfundaréttur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira
Erfiðar deilur tveggja íslenskra handverksfyrirtækja hafa vakið upp spurningar um hugverkaumgjörð og hönnunarvernd hér á landi. Fyrirtækið Yarm er sakað um að hafa lengi reynt að koma í veg fyrir prjónavörusölu samkeppnisaðilans á grundvelli hönnunarverndar sinnar án árangurs. Forsvarskona verslunarinnar Kósýprjóns, sem rekið er af fyrirtækinu Svarti Sauðurinn ehf, telur sig aftur á móti vera í fullum rétti og furðar sig á því að Hugverkastofa hafi veitt vörum hönnunarvernd sem séu að hennar sögn augljósar eftirmyndir vinsællar erlendrar prjónahönnunar. Kósýprjónn hefur krafist niðurfellingar á hönnunarvernd Yarm. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri netverslunarinnar Kósýprjóns, segir að fljótlega eftir stofnun fyrirtækisins hafi fulltrúi prjónafyrirtækisins Yarms haft samband við sig og sagst vera með hönnunarvernd á vörum sem væru til sölu í verslun Önnu. Þau hafi ekki svarað athugasemdunum til að byrja með og í framhaldinu hafi deilurnar farið stigvaxandi. Hönnunarvarðar vörur Yarms eins og þær birtast í ELS Tíðindum Hugverkastofu í október 2017. Greint á um hvort hönnunin hafi verið ný Ágreiningsatriðið sem kjarni málsins snýst um er ákvæði í lögum um hönnun þar sem kveðið er á um að hönnunarréttur geti einungis náð til nýrrar og sérstæðar hönnunar sem hafi ekki áður verið aðgengileg almenningi. Kósýprjón fullyrðir í niðurfellingarkröfu sinni til Hugverkastofu (áður Einkaleyfastofan) að umrædd hönnun á teppi og púða hafi verið aðgengileg almenningi á Internetinu áður en Yarm fékk sína hönnunarvernd hjá stofnuninni haustið 2017. Meira að segja hér á landi hafi íslenski vefmiðilinn Kvennablaðið birt mynd af svipaðri hönnun árið 2015 þegar miðilinn fjallaði um prjónahönnun úkraínskrar prjónakonu. Einnig vísa forsvarsmenn Kósýprjóns til myndbands á Youtube frá árinu 2016 sem sýnir gerð púða sem er sagður svipa til þess sem Yarm fékk hönnunarvernd á í september 2017. Hugverkastofu ekki gert að sannreyna sannleiksgildi Jón Gunnarsson, samskiptastjóri Hugverkastofu, segir stofnunina ekki geta rætt einstök mál sem séu þar til meðferðar. Fyrirkomulagið hér á landi sé með þeim hætti að sönnunarbyrðin sé lögð á þá aðila sem sæki um hönnunarvernd. Sambærilegar vörur Kósýprjóns.Kósýprjón Þannig sé þeim sjálfum gert að ganga úr skugga um að hönnunin sé ný og sérstæð á heimsvísu. Hugverkastofa þurfi ekki að ganga frekar úr skugga um það hvort að svo sé í raun og veru áður en hönnunarskráningin er samþykkt. Það sé ekki fyrr en að annar aðili andmæli verndinni og geri kröfu um ógildingu hennar sem stofnunin taki mál til efnislegrar meðferðar og framkvæmi sjálfstæða rannsókn á því hvort eldri fordæmi séu til fyrir hönnuninni. Erla Svava Sigurðardóttir, stofnandi og aðalhönnuður Yarm.Fréttablaðið/Anton Reynt að henda henni út af handverkshátíð Erla Svava Sigurðardóttir er stofnandi og aðalhönnuður Yarm. Anna sakar hana um að hafa farið í ónefnda verslun og reynt að fá hana til að taka vörur Kósýprjóns úr sölu á þeim grundvelli að fyrirtækið væri að brjóta á hönnunarvernd hennar og mætti því ekki selja umræddar vörur. Anna Bragadóttir, framkvæmdastjóri Kósýprjón. Einnig segir Anna að Erla Svava hafi haft samband við framkvæmdarstjóra handverkshátíðar til þess að reyna að koma í veg fyrir að fyrirtækið fengi að kynna vörur sínar á hátíðinni. Erla Svava vildi ekki tjá sig efnislega um málið í samtali við Vísi en sagði „Kósýprjón fara illa með málavexti.“ Erla taldi málið jafnframt ekki vera umfjöllunarvert fyrr en ákvörðun Hugverkastofu í málinu lægi fyrir. Var brugðið á Ljósanótt „Ég hef ekkert nema gott um vörur hennar að segja, bara ótrúlega fallegar og ég tek ofan fyrir því að hún sé að spinna sjálf ull og allt það,“ segir Anna, framkvæmdastjóri Kósýprjóns, í samtali við Vísi. Hún segir að henni hafi svo brugðið þegar Yarm fór að hennar sögn að dreifa óhróðri um fyrirtækið á Facebook á meðan bæjarhátíðin Ljósanótt stóð yfir í Reykjanesbæ í fyrra. Facebook-færsla Yarm sem er sögð hafa verið birt í kringum Ljósanótt í fyrra. Færslunni hefur síðan verið eytt. „Hún sakar okkur um að þykjast vera Yarm þrátt fyrir að básinn væri merktur okkar fyrirtæki í bak og fyrir og allir sem til okkar komu, fengu spjald með nafni fyrirtækisins ásamt vefslóð og samfélagsmiðlasíðum, “ bætir Anna við. „Þá er maður kominn svolítið langt yfir strikið.“ „Nú finnst mér bara mjög mikilvægt að fá niðurstöðu í þetta mál þannig að hún hætti og láti okkur vera,“ segir Anna. Hún segir að von sé á úrskurði frá Hugverkastofu í málinu fyrir jól.
Höfundaréttur Tíska og hönnun Verslun Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Viðskipti innlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Sjá meira