Á þjóðin að njóta vafans eða auðkýfingurinn? Lýður Árnason og Þórður Már Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 16:20 Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samherjaskjölin Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Í ljósi umræðu um framgöngu Samherja og auðlindanýtingu má velta fyrir sér hvort hægt sé að „innkalla“ kvótann án þess að valda ríkinu stórkostlegu tjóni í formi skaðabóta. Útgerðirnar halda því stíft fram að úthlutaðar aflaheimildir séu eign þeirra, þ.e. að útgerðarfélög eins og Samherji eigi kvótann óafturkræft. En er það rétt? Í fyrstu grein laga 1990 um stjórn fiskveiða stendur:„Úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Í nefndaráliti þessara laga er svohljóðandi skýring á þýðingu þessa ákvæðis:Lagt er til að bætt verði inn í 1. gr. til áhersluaukningar, ákvæði þar sem ótvírætt er tekið fram að úthlutun veiðiheimilda samkvæmt lögunum stofni ekki eignarrétt né skerði forræði löggjafans til að ákveða síðar, án bótaskyldu til einstakra útgerða, breytingu á fyrirkomulagi við stjórn fiskveiða. Í athugasemdum við 1. gr. frumvarps til laga um stjórn fiskveiða nr. 38/1990 er þetta svo áréttað enn frekar:„Enda þótt frumvarpið byggi á því að fiskistofnarnir verði skynsamlegast nýttir með því að fela þeim sem daglega starfa að fiskveiðum víðtækt ákvörðunarvald í þessum efnum má það ekki verða til þess að með því verði talin myndast óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði einstakra aðila yfir auðlindinni.“ Þarna koma fram óyggjandi vísbendingar um að vilji löggjafans stóð aldrei til þess að úthlutaðar aflaheimildir kæmust í einkaeigu. Þáverandi sjávarútvegsráðherra nefndi þetta sérstaklega í framsöguræðu sinni er frumvarp til laganna var flutt:„Alþingi er með þessu á engan hátt að veita einstökum útgerðum óafturkallanlegt og stjórnarskrárvarið forræði yfir fiskistofnunum og það hlýtur að vera ákvörðun Alþingis á hverjum tíma, hvaða skipulag teljist best henta til að nýta fiskistofnana með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi.“ Þessir fyrirvarar við lögin sýna með skýrum hætti að það var aldrei ætlunin að einkaaðilar fengju óafturkallanleg yfirráð yfir aflaheimildunum. Löggjafinn hefur með þessu áréttað að aflaheimildir, eins og þær eru skilgreindar í lögum um stjórn fiskveiða, njóti ekki verndar eignaréttarákvæðis stjórnarskrárinnar (72. gr). Ríkisvaldið sem úthlutar aflaheimildunum hefur þannig tekið skýrt fram frá byrjun að þó menn fái úthlutað veiðiréttindum þá veiti það ekki varanleg eignarréttindi. Ríkisvaldið hefur því alla tíð áskilið sér rétt til að breyta kerfinu í takt við breytta tíma. Skúli Magnússon héraðsdómari, kemst að þeirri niðurstöðu í grein sinni Um stjórnskipulega eignarréttarvernd aflaheimilda að löggjafanum eigi að vera heimilt að breyta eða jafnvel kollvarpa núgildandi fyrirkomulagi við fiskveiðistjórn án þess að koma þurfi til bótagreiðslna vegna skerðinga eða afnáms aflaheimilda. Ennfremur að ótvírætt sé að handhafar aflaheimilda hafi aldrei mátt ráða af lögum um stjórn fiskveiða að þau myndi eignarétt á aflaheimildum þeim til handa. Dómstólar hafa einnig tekið á þessu álitaefni, en í dómi Hæstaréttar nr. 12/2000 var vikið að því atriði hvort úthlutaðar aflaheimildir séu varanlegar. Í dóminum sagði m.a.:„Til þess verður og að líta að samkvæmt 3. málslið 1. gr. laganna myndar úthlutun veiðiheimilda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra manna yfir þeim, eins og áður segir. Aflaheimildir eru þannig aðeins varanlegar í þeim skilningi að þær verða hvorki felldar niður né þeim breytt nema með lögum. Í skjóli valdheimilda sinna getur Alþingi því kveðið nánar á um réttinn til fiskveiða, bundið hann skilyrðum eða innheimt fyrir hann frekara fégjald en nú er gert vegna breyttra sjónarmiða um ráðstöfun þeirrar sameignar íslensku þjóðarinnar, sem nytjastofnar á Íslandsmiðum eru.“ Samkvæmt þessu er ljóst að réttindi vegna aflaheimilda sem keyptar hafa verið, megi skerða eða afnema með öllu og að réttur löggjafans til að breyta úthlutunarreglum aflaheimilda er ótvíræður. Það þarf því enga innköllun kvótans, heldur þarf ríkisvaldið, þ.e. Alþingi, aðeins að meta það sem svo að uppi séu breytt sjónarmið hvernig ráðstafa skuli þessari sameign íslensku þjóðarinnar. Þannig getur ríkisvaldið ákveðið nú þegar, að rétt sé að bjóða út allan kvóta eða þess vegna leggja kvótakerfið niður í núverandi mynd, bótalaust. Lengi hefur staðið upp á þingheim að verja auðlindir landsins gegn ásælni einkaaðila, innlendra sem erlendra. Atgangur auðkýfinga heimsins er mikill, fer vaxandi og nýlegar uppljóstranir á framgöngu Samherja hljóta að ýta við fólki. Við verðum að bregðast við og þó fyrr hefði verið. Lýður Árnason, læknir Þórður Már Jónsson, lögfræðingur
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun