Excel-skjal sanni samráð um milljónamútur fyrir bílastæðamiða Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. nóvember 2019 20:11 Maðurinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll. vísir/vilhelm Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja. Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært tvo menn fyrir mútubrot, umboðssvik og peningaþvætti. Öðrum manninum, þjónustustjóra hjá Isavia, er gefið að sök að hafa þegið rétt tæpar 3,5 milljónir króna í mútugreiðslur frá hinum manninum, framkvæmdastjóra tæknifyrirtækis. Í ákæru á hendur mönnunum, sem fréttastofa hefur undir höndum en RÚV greindi fyrst frá í dag, eru hin meintu brot rakin. Þjónustustjórinn hafði umsjón með bílastæðum Isavia við Keflavíkurflugvöll og á að hafa þegið múturnar frá framkvæmdastjóranum fyrir að koma því til leiðar að Isavia greiddi miklu hærra verð en eðlilegt gat talist fyrir aðgangsmiða í bílastæðahlið sem Isavia keypti af fyrirtæki framkvæmdastjórans. Um er að ræða tvö skipti, annars vegar í júní 2015 og hins vegar í mars 2016. Fyrir þau er þjónustustjórinn sagður hafa fengið samtals 3.485.250 krónur lagðar inn á reikning félags síns í þremur greiðslum.Gaf út reikninga merkta „ráðgjöf“ Þá segir í ákæru að í aðdraganda fyrri viðskiptanna 2015 hafi mennirnir haft samráð um að þjónustustjórinn myndi í krafti stöðu sinnar sjá til þess að Isavia keypti aðgangsmiðana á „hinu óeðlilega háa verði“ og skyldi ávinningur því skiptast jafnt milli þeirra. Isavia keypti samtals rúma 1,5 milljón miða af fyrirtækinu á rúmar 12,3 milljónir króna. Í kjölfar viðskiptanna bæði árin er félag þjónustustjórans sagt hafa gefið út reikninga til tæknifyrirtækisins, sem áritaðir voru „ráðgjöf“. Þá er talið að ávinningur framkvæmdastjórans af viðskiptunum hafi verið rúmar 4,5 milljónir króna. Þess er krafist að mennirnir verði dæmdir til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar. Jafnframt er krafist upptöku á peningunum sem um ræðir. Isavia höfðar auk þess einkamál á hendur mönnunum og krefst þess að þeir verði dæmdir til greiðslu skaðabóta að upphæð rúmlega 12,5 milljóna. Excel-skjal sanni samráðið Í ákæru eru jafnframt raktar röksemdir sem málsóknin er byggð á. Þar kemur fram að málið eigi rætur að rekja til kæru Isavia á brotunum frá því í júlí 2017. Isavia hafi þá skömmu áður verið upplýst um þau af fyrrverandi starfsmanni tæknifyrirtækisins. Þá hafi verðið á miðunum verið „langt fyrir ofan allar verðupplýsingar“ sem þjónustustjórinn fékk sendar frá starfsmanni tæknifyrirtækisins um þremur mánuðum áður en fyrri viðskiptin áttu sér stað. Einnig verði haft til hliðsjónar að verðið hafi verið miklu hærra en Isavia hafði greitt fyrir miðana við kaup á norskum söluaðila fram til þess að viðskiptunum var beint til tæknifyrirtækisins. Á meðal gagna málsins er auk þess afrit af Excel-skjali sem fannst við leit í tölvukerfum tæknifyrirtækisins. Skjalið sýni, svo ekki sé um að villast, ráðagerð um samráð mannanna tveggja.
Dómsmál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum Fréttir Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent