Ekki liðið að fyrirtæki reki sig á undirboðum Drífa Snædal skrifar 22. nóvember 2019 09:45 Tvisvar í mánuði hittist miðstjórn ASÍ og fer yfir málin og tekur ákvarðanir. Síðastliðinn miðvikudag var eðli málsins samkvæmt rætt mikið um Samherjamálið og ályktaði miðstjórn af því tilefni auk þess sem ákveðið var að kaupa útvarpsauglýsingar þar sem fólk er hvatt til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni. Fjöldi annarra mála voru rædd og ljóst að verkefnin framundan eru stór og smá, hér vil ég ræða tvö þeirra. Baráttan gegn smálánafyrirtækjum er mikilvæg og hagsmunir félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ er að komið verði í veg fyrir þessa okurlánastarfsemi sem mergsýgur fólk sem er viðkvæmt fyrir og skilur heilu fjölskyldurnar eftir í sárum. Við höfum verið í sambandi og samstarfi við Neytendasamtökin sem hafa leitt þessa baráttu og getum vonandi flutt nánari fréttir af því samstarfi í næstu viku. Það þótti tíðindum sæta að nýtt flugfélag var stofnað hér á landi og fréttir berast af því að kostnaði verði haldið í lágmarki með öllum ráðum, m.a. með því að halda launum niðri. Fyrirtækið hefur ekki birt kjarasamning sem það þykist hafa gert um störf flugliða og fær fólk sem sækir um störf varla að vita kaup og kjör. Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Ég hvet fyrirtækið til að birta kjarasamninginn og leggja allt á borðið, ekki aðeins á fólk sem hyggst sækja um störf hjá Play rétt á þessari vitneskju heldur skiptir það okkur öll máli ef verið er að stunda undirboð á vinnumarkaði. Ég ætlast líka til þess að fjárfestar og þeir sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið krefji það um þessar upplýsingar. Það verður ekki liðið að fyrirtæki starfi á íslenskum vinnumarkaði með undirboðum. Kveðja frá Sauðárkróki.Höfundur er forseti ASÍ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Kjaramál Play Smálán Vinnumarkaður Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Tvisvar í mánuði hittist miðstjórn ASÍ og fer yfir málin og tekur ákvarðanir. Síðastliðinn miðvikudag var eðli málsins samkvæmt rætt mikið um Samherjamálið og ályktaði miðstjórn af því tilefni auk þess sem ákveðið var að kaupa útvarpsauglýsingar þar sem fólk er hvatt til að láta í sér heyra gegn spillingu og arðráni. Fjöldi annarra mála voru rædd og ljóst að verkefnin framundan eru stór og smá, hér vil ég ræða tvö þeirra. Baráttan gegn smálánafyrirtækjum er mikilvæg og hagsmunir félagsmanna innan aðildarfélaga ASÍ er að komið verði í veg fyrir þessa okurlánastarfsemi sem mergsýgur fólk sem er viðkvæmt fyrir og skilur heilu fjölskyldurnar eftir í sárum. Við höfum verið í sambandi og samstarfi við Neytendasamtökin sem hafa leitt þessa baráttu og getum vonandi flutt nánari fréttir af því samstarfi í næstu viku. Það þótti tíðindum sæta að nýtt flugfélag var stofnað hér á landi og fréttir berast af því að kostnaði verði haldið í lágmarki með öllum ráðum, m.a. með því að halda launum niðri. Fyrirtækið hefur ekki birt kjarasamning sem það þykist hafa gert um störf flugliða og fær fólk sem sækir um störf varla að vita kaup og kjör. Þær vísbendingar sem okkur hafa borist hníga í þá átt að greiða á grunnlaun langt undir því sem almennir kjarasamningar segja til um. Ég hvet fyrirtækið til að birta kjarasamninginn og leggja allt á borðið, ekki aðeins á fólk sem hyggst sækja um störf hjá Play rétt á þessari vitneskju heldur skiptir það okkur öll máli ef verið er að stunda undirboð á vinnumarkaði. Ég ætlast líka til þess að fjárfestar og þeir sem eiga í viðskiptum við fyrirtækið krefji það um þessar upplýsingar. Það verður ekki liðið að fyrirtæki starfi á íslenskum vinnumarkaði með undirboðum. Kveðja frá Sauðárkróki.Höfundur er forseti ASÍ
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar