Nýr sprettharður prestur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 11:00 Bryndís í hlaupagallanum en brátt skiptir hún honum út fyrir hempu. Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“ Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira
Hafnfirðingurinn Bryndís Svavarsdóttir verður sextíu og þriggja ára eftir nokkra daga en lætur það hvorki hindra sig í að sinna prestþjónustu í fyrsta sinn né hlaupa maraþon. Hún er stödd í Singapúr þegar ég næ sambandi við hana, fram undan er 252. maraþonhlaup hennar. Ég sendi Bryndísi spurningar í tölvupósti og spyr fyrst hvort hún hafi lengi látið sig dreyma um að verða prestur. „Það má segja að ég hafi fyrst fengið áhuga á guðfræði í kringum 1995. Þá fór ég að sækja „frjálsu“ kirkjurnar, það er að segja kirkjur utan þjóðkirkjunnar. Um aldamótin 2000 fór mig að langa til að læra guðfræði og fyrst hafði ég í huga skóla í Bandaríkjunum en af því að ég var enn með börn heima, ákvað ég að byrja í Háskóla Íslands. Þaðan útskrifaðist ég í júní 2012 og hef síðan verið í barna- og æskulýðsstarfi í ýmsum kirkjum.“ Bryndís gerir ekki mikið úr guðrækni í æsku, þó hafi þeim systkinum verið kenndar bænir og skólinn verið með Biblíufræðslu. Engin tengsl kveðst hún hafa við Patreksfjörð, þangað hafi hún ekki komið enn en prestakallið nái yfir átta sóknir, Bíldudals-, Breiðuvíkur-, Brjánslækjar-, Haga-, Patreksfjarðar-, Sauðlauksdals- og Saurbæjarsókn. „Ég verð ekki eini presturinn þar, Kristján Arason er starfandi þar núna og við munum sinna prestakallinu saman,“ segir hún og kveðst hlakka til að takast á við starfið. „Það verður spennandi og góð reynsla en ráðningin er tímabundin og gildir til 31. maí 2020.“ Þá vil ég vita hvað hún sé að gera í Singapúr. „Ég flaug frá Singapúr í morgun til Penang og í alvöru hélt ég að ég væri í sama landinu, enda sama eyjan, en Penang fylgir Malasíu. Ég mun hlaupa maraþon hérna aðfaranótt sunnudags og eftir viku mun ég hlaupa annað í Singapúr … svo er það bara Patró …“ Hún kveðst ekki hafa verið á þessum slóðum áður en samt vera búin að hlaupa í nokkrum Asíulöndum. „Næsta hlaup verður númer 252 hjá mér!“
Birtist í Fréttablaðinu Hlaup Vesturbyggð Þjóðkirkjan Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Skellti sér á djammið Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Fleiri fréttir Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Sjá meira