Þrumuræða Karrenbauer á landsþingi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 07:00 Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi. getty/Michele Tantussi Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Sjá meira