Þrumuræða Karrenbauer á landsþingi Kristinn Haukur Guðnason skrifar 23. nóvember 2019 07:00 Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata í Þýskalandi. getty/Michele Tantussi Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins. Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira
Annegret Kramp-Karrenbauer, leiðtogi Kristilegra demókrata, skoraði gagnrýnendur sína á hólm við setningu landsþings flokksins í Leipzig í gær. „Ef þið viljið, þá skulum við opna þessa umræðu í dag. Útkljáum þetta mál, hérna, núna, í dag,“ sagði hún í ávarpi sínu. „En ef þið eruð á þeirri skoðun að við ættum að fara saman í þetta ferðalag, þá skulum við bretta upp ermar og halda áfram.“ Kramp-Karrenbauer, sem hefur leitt flokkinn í eitt ár, hefur verið harðlega gagnrýnd innanflokks eftir marga kosningaósigra á árinu, bæði í einstökum fylkjum og kosningum til Evrópusambandsþingsins. Búist var við því að reynt yrði að steypa henni á landsþinginu en í gær virtist hún þó njóta mikils stuðnings og fékk sjö mínútna lófaklapp þúsund þinggesta eftir ávarp sitt. Í ávarpinu viðurkenndi hún að flokkurinn hefði átt erfitt ár en að gagnrýni á flokkssystkini væri ekki leiðin til að rétta fylgið við. Friedrich Merz, hinn harðorði andstæðingur Kramp-Karrenbauer, tók til máls á eftir henni. Ólíkt því sem búist hafði verið við var hann nokkuð blíður og þakkaði Kramp-Karrenbauer fyrir hugrekki og kraftmikla ræðu. Hann bauð jafnframt fram krafta sína til að móta starf flokksins.
Birtist í Fréttablaðinu Þýskaland Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Sjá meira