Ólafur Andrés Guðmundsson var magnaður er Kristianstad vann sigur á Kadetten Schaffhausen, 29-26, í Meistaradeild Evrópu í handbolta í dag.
Staðan var jöfn 15-15 í hálfleik en í síðari hálfleiknum voru gestirnir frá Svíþjóð sterkari og fóru burt með stigin tvö.
Ólafur skoraði átta mörk úr ellefu skotum en Teitur Örn Einarsson skoraði tvö mörk.
Kristianstad lyfti sér upp í 4. sæti riðilsins með sigrinum en liðið er með sjö stig. Kadetten er í fimmta sætinu með sex stig en sex lið eru í riðlinum.
Ólafur dró Kristianstad í land
Anton Ingi Leifsson skrifar

Mest lesið

Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“
Íslenski boltinn

Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir
Íslenski boltinn

Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa
Íslenski boltinn




Haaland flúði Manchester borg
Enski boltinn


„Skandall“ í gær en uppselt í dag
Fótbolti

Fleiri fréttir
