Grípa þarf til aðgerða strax Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 08:54 Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. AP/Frank Augstein Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja forsvarsmenn ríkja heimsins hafa sóað of miklum tíma í baráttunni gegn hnattrænni hlýnun. Eina leiðin til að sporna gegn verstu áhrifum hlýnunar sé að grípa til umfangsmikilla og hraðra aðgerða og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.Skýrsla þessi er birt árlega og fjallar hún það hvernig draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda til að ná markmiðum Parísarsáttmálans.Miðað við ástandið í dag er útlit fyrir að meðalhiti muni hækka um 3,2 gráður á þessari öld. Það myndi gera stóra hluta jarðarinnar óbyggilega og valda hinum ýmsu hamförum. Sú tækni sem þarf til að draga úr losun er til staðar að mestu leyti en Umhverfisstofnunin segir að nauðsynlegt sé að grípa til aðgerða strax. Ekki hefur dregið úr losun síðustu ár heldur hefur hún aukist um 1,5 prósent á ári á síðasta áratug. Hún hafi aldrei verið hærri en í fyrra. Verði ekki dregið úr losun um 7,6 prósent á hverju ári á milli 2020 og 2030, verði ómögulegt að ná markmiði Parísarsáttmálans um að takmarka hækkun hitastigsins á þessari öld við eina og hálfa gráðu. Þegar hafi hitastigið hækkað um 1,1 gráðu á þessari öld. „Þetta sýnir að ríki heimsins geta ekki lengur beðið til enda ársins 2020, þegar sáttmálinn tekur gildi, til að grípa til aðgerða,“ segir Inger Andersen, yfirmaður Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hún sagði að allir, forsvarsmenn ríkja, borga, fyrirtækja og einstaklingar, þurfi að grípa til aðgerða núna. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að þróaðar þjóðir þurfi fyrst að grípa til aðgerða en ljóst sé að hvert einasta ríki verði að draga úr losun. Þróunarríki geti lært af aðgerðum þróaðra ríkja og náð þeim og tekið upp græna tækni með miklum hraða.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Umhverfismál Tengdar fréttir Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45 Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24 Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00 Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57 Mest lesið Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Erlent Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Erlent Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Erlent Fleiri fréttir Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Sjá meira
Styrkur gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu nær nýjum hæðum Styrkur koltvísýrings og annarra gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu náði nýjum hæðum á árinu 2018. Þetta sýnir skýrsla Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar. 25. nóvember 2019 13:45
Reykjarmökkur yfir Sydney og Adelaide Í Sydney vöknuðu íbúar upp við þykkan mökk og eru loftgæðin í borginni sögð hættuleg sökum reyksins sem liggur þar yfir vegna gróðureldanna. 21. nóvember 2019 07:24
Getum farið hratt í rafbílavæðingu Forstjóri Heklu hefur komið víða við og kynnti forsvarsmönnum Bauhaus viðskiptaáætlun um að opna byggingavöruverslun hér á landi. Hann segir misráðið af stjórnvöldum að afnema afslátt af opinberum gjöldum á tengiltvinnbíla á næs 20. nóvember 2019 07:00
Losun frá vegasamgöngum aukist gríðarlega hér á landi Losun gróðurhúsalofttegunda frá vegasamgöngum á Íslandi hefur aukist gríðarlega á meðan heildarlosun í flestum öðrum flokkum hefur minnkað. Notkun fólksbíla er sögð vega mest í aukningunni. 18. nóvember 2019 21:57