Sólrún Diego og Tinna Alavis brutu lög með duldum auglýsingum Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. nóvember 2019 13:00 Sólrún Diego og Tinna Alavis eru báðar sagðar hafa gerst brotlegar við lög með færslum sínum á Instagram. Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. Færslur þeirra um vörur og þjónustu tveggja fyrirtækja þóttu ekki gefa nógu vel til kynna að þær hafi verið settar fram í viðskiptalegum tilgangi. Slíkt verður að koma skýrt fram og hefur Neytendastofa til að mynda sett fram leiðbeiningar um hvernig samstarf áhrifavalda og fyrirtækja skuli tilgreint eftir sambærileg brot annarra áhrifavalda.Hvítt samstarf á hvítum grunniSólrún Diego telst hafa gerst brotleg við lög með færslum sínum á Instagram í sumar. Þar fjallaði Sólrún um „margvíslegar vörur og þjónustu verslunarinnar Air í Kringlunni“ en færslur hennar þóttu ekki merktar sem auglýsingar með nógu skýrum hætti - „ að því undanskildu að finna mátti örsmáa merkingu neðst í hægra horni myndarinnar, #samstarf, í hvítu letri á hvítum grunni,“ eins og því er lýst í úrskurði Neytendastofu. Stofnunin óskaði því eftir svörum frá Sólrúnu um hvernig viðskiptasambandi hennar við verslunina Air væri háttað, til að mynda hvort hún fengi endurgjald af einhverju tagi frá versluninni. Í þessu samhengi má nefna að Ríkisskattstjóri hefur minnt á að áhrifavaldar verða að greiða skatt af starfsemi sinni. Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. View this post on InstagramA post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Apr 18, 2019 at 12:50pm PDTEkki ætlunin að fela merkinguna Í svari Sólrúnar til Neytendastofu kom fram „að ekkert viðskiptasamband væri að baki annað en það að vörur hafi verið gjöf frá markaðsstjóra verslunarinnar Air.“ Enginn þriðji aðili hefði haft milligöngu um samstarfið. Þá sagðist hún ekki hafa fengið neitt endurgjald frá Air vegna umfjöllunarinnar. Þrátt fyrir að Sólrún segist hafa geta fallist á að merking umræddrar myndar, með hvítu stöfunum á hvíta bakgrunninum, væri ekki nógu vel framsett segir Sólrún „að það hafi ekki verið ætlunin“ að blekkja. Þá virðist ljóst af viðbrögðum Sólrúnar að hún hefur ýmislegt við eftirlitsstarfsemi Neytendastofu að athuga.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar verða að fylgja Þannig segist hún vilja fá svör frá stofnuninni við því hvernig Neytendastofa taki á ábendingum „sem einungis er komið til hennar til þess eins að skemma eða sverta mannorð áhrifavalda.“ Þá segist Sólrún vilja vita hvort stofnunin hafi gert tilraunir eða sýnt einhvern áhuga á því að fá áhrifavalda inn á borð með sér til að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu. Gjafir til áhrifavalda „mikil kvöð“ Aukinheldur bendir Sólrún á að margir áhrifavaldar fái „gríðarlegt magn gjafa og varnings sendan til sín óumbeðið,“ sem Sólrun segir að í mörgum tilfellum sé „mikil kvöð“ fyrir áhrifavalda. „Bæði myndist ákveðin pressa frá þeim sem senda varninginn sem og ónæðið af óumbeðnum póstsendingum og átroðningi,“ útskýrir Sólrún og spyr Neytendastofu hvort gefnar hafi verið út leiðbeiningar til fyrirtækja varðandi sendingar á varningi til áhrifavalda. Neytendastofa virðist hafa svarað spurningum Sólrúnar Diego á almennum nótum; stofnuninni berist margar ábendingar, lög og tilmæli Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar séu skýrar og byggi meðal annars á fundum með áhrifavöldum.Sjá einnig: Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingarAð mati Neytendastofu voru færslur Sólrúnar settar fram í viðskiptalegum tilgangi því markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum verslunarinnar. Neytendastofa telur einnig að ekki hafi komi fram með fullnægjandi hætti af hálfu áhrifavaldsins að um markaðssetningu væri að ræða eða að greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir færslurnar. Að sama skapi sé ljóst að „nær ómögulegt var fyrir neytendur að sjá umræddar merkingar og þannig átta sig á því að um kostaða umfjöllun hafi verið að ræða.“ Því teljist Sólrún Diego hafa gerist brotleg við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Henni var því bannað að birta aftur sambærilegar auglýsingar, eða eiga von á sektum.Tinna Alavis hefur vakið athygli fyrir ríkuleg boð, þar sem boðið er upp á margvíslegar kræsingar. Þessar myndir eru til að mynda úr boði hennar árið 2016, sem kostað var af átta fyrirtækjum.TinnaSyndsamlegar kökufærslur Víkur því næst sögunni að Tinnu Alavisdóttur sem einnig er sögð hafa gerst brotlegt við sömu lög. Það á hún að hafa gert með færslum sínum um vörur verslunarinnar Sætar syndir. „Benti stofnunin á að umræddar færslur hafi ekki verið merktar sem auglýsingar eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að þær hafi verið gerðar í viðskiptalegum tilgangi, að því undanskildu að verslunin er merkt inn á færsluna með merkingunni @saetarsyndir,“ segir í úrskurði Neytendastofu.Sjá einnig: Tinna tjaldaði öllu til fyrir afmælisveislunaStofnunin hafi óskað eftir svipuðum upplýsingum frá Tinnu og í tilfelli Sólrúnar Diego; hvernig viðskiptasambandi Tinnu væri háttað við Sætar syndir, hvort einhver hafi haft milligöngu um samskiptin og hvort Tinna hafi fengið endurgjald fyrir færslur sínar. Tinna sagðist í svari sínu hafa fengið gefins köku frá Sætum syndum, í skiptum fyrir að birta mynd af henni á bloggsíðu sinni. Efst í þeirri bloggfærslu hafi komið fram að umfjöllunin sé „sponsored“ eða kostuð. Þá segist Tinna einnig hafa ákveðið að sýna kökuna á Instagram-síðu sinni - „en það hafi verið hennar val og ekki inn í samkomulaginu við verslunina Sætar syndir.“Hér má sjá bloggfærslu Alavis sem kostuð var af Sætum syndum. Eins og sjá má efst í færslunni er tekið fram að hún sé kostuð.alavis.isRíkar kröfur gerðar til áhrifavalda Niðurstaða Neytendastofu í máli Tinnu er áþekk úrskurðinum í máli Sólrúnar Diego. Stöðufærsla Tinnu sé ein tegund markaðssetningar og falli því undir ákvæði fyrrnefndra laga sem kveða á um að kostaðar færslur séu rækilega merktar. „Ekki skiptir máli hvort fyrirtæki eða annar aðili hafi leiðbeint viðkomandi eða ekki, hvort gjafir séu sendar óumbeðið eður ei, hvort rætt hafi verið um umfjöllun eða umfjöllunin lýsi persónulegri skoðun viðkomandi,“ segir meðal annars í úrskurði Neytendastofu. Alla jafna sé erfitt fyrir neytendur að gera greinarmun á almennri umfjöllun einstaklings annars vegar og kostaðri umfjöllun hins vegar. „Jafnframt telur Neytendastofa að auglýsingar í formi persónulegra meðmæla nýti traust og trúgirni í ríkari mæli en önnur hefðbundin form auglýsinga og markaðssetning gerir,“ segir í úrskurðinum og bætt við að þetta leiði til þess að „ríkar kröfur“ verði að gera til „kynningar af hálfu áhrifavalda sem beina slíkum auglýsingum til neytenda.“ Tinna hafi ekki staðið undir þeim kröfum þegar hún lét hjá líða að merkja kökufærslu sína á Instagram og telst hún því hafa gerst brotleg við lög. Henni, rétt eins og Sólrúnu, hefur því verið bannað að birta sambærilegar auglýsingafærslur í framtíðinni, annars eigi þær á hættu að fá sekt. Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sólrúnu Lilju Diego Elmarsdóttur og Tinnu Alavisdóttur hefur verið gert að hætta birtingu duldra auglýsinga á samfélagsmiðlum. Færslur þeirra um vörur og þjónustu tveggja fyrirtækja þóttu ekki gefa nógu vel til kynna að þær hafi verið settar fram í viðskiptalegum tilgangi. Slíkt verður að koma skýrt fram og hefur Neytendastofa til að mynda sett fram leiðbeiningar um hvernig samstarf áhrifavalda og fyrirtækja skuli tilgreint eftir sambærileg brot annarra áhrifavalda.Hvítt samstarf á hvítum grunniSólrún Diego telst hafa gerst brotleg við lög með færslum sínum á Instagram í sumar. Þar fjallaði Sólrún um „margvíslegar vörur og þjónustu verslunarinnar Air í Kringlunni“ en færslur hennar þóttu ekki merktar sem auglýsingar með nógu skýrum hætti - „ að því undanskildu að finna mátti örsmáa merkingu neðst í hægra horni myndarinnar, #samstarf, í hvítu letri á hvítum grunni,“ eins og því er lýst í úrskurði Neytendastofu. Stofnunin óskaði því eftir svörum frá Sólrúnu um hvernig viðskiptasambandi hennar við verslunina Air væri háttað, til að mynda hvort hún fengi endurgjald af einhverju tagi frá versluninni. Í þessu samhengi má nefna að Ríkisskattstjóri hefur minnt á að áhrifavaldar verða að greiða skatt af starfsemi sinni. Allar greiðslur; sama hvort þær eru í peningum, vörum eða öðrum hlunnindum, eru skattskyldar. View this post on InstagramA post shared by Sólrún Diego (@solrundiego) on Apr 18, 2019 at 12:50pm PDTEkki ætlunin að fela merkinguna Í svari Sólrúnar til Neytendastofu kom fram „að ekkert viðskiptasamband væri að baki annað en það að vörur hafi verið gjöf frá markaðsstjóra verslunarinnar Air.“ Enginn þriðji aðili hefði haft milligöngu um samstarfið. Þá sagðist hún ekki hafa fengið neitt endurgjald frá Air vegna umfjöllunarinnar. Þrátt fyrir að Sólrún segist hafa geta fallist á að merking umræddrar myndar, með hvítu stöfunum á hvíta bakgrunninum, væri ekki nógu vel framsett segir Sólrún „að það hafi ekki verið ætlunin“ að blekkja. Þá virðist ljóst af viðbrögðum Sólrúnar að hún hefur ýmislegt við eftirlitsstarfsemi Neytendastofu að athuga.Sjá einnig: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar verða að fylgja Þannig segist hún vilja fá svör frá stofnuninni við því hvernig Neytendastofa taki á ábendingum „sem einungis er komið til hennar til þess eins að skemma eða sverta mannorð áhrifavalda.“ Þá segist Sólrún vilja vita hvort stofnunin hafi gert tilraunir eða sýnt einhvern áhuga á því að fá áhrifavalda inn á borð með sér til að dýpka skilning sinn á viðfangsefninu. Gjafir til áhrifavalda „mikil kvöð“ Aukinheldur bendir Sólrún á að margir áhrifavaldar fái „gríðarlegt magn gjafa og varnings sendan til sín óumbeðið,“ sem Sólrun segir að í mörgum tilfellum sé „mikil kvöð“ fyrir áhrifavalda. „Bæði myndist ákveðin pressa frá þeim sem senda varninginn sem og ónæðið af óumbeðnum póstsendingum og átroðningi,“ útskýrir Sólrún og spyr Neytendastofu hvort gefnar hafi verið út leiðbeiningar til fyrirtækja varðandi sendingar á varningi til áhrifavalda. Neytendastofa virðist hafa svarað spurningum Sólrúnar Diego á almennum nótum; stofnuninni berist margar ábendingar, lög og tilmæli Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar séu skýrar og byggi meðal annars á fundum með áhrifavöldum.Sjá einnig: Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingarAð mati Neytendastofu voru færslur Sólrúnar settar fram í viðskiptalegum tilgangi því markmiðið hafi verið að vekja athygli neytenda á vörum verslunarinnar. Neytendastofa telur einnig að ekki hafi komi fram með fullnægjandi hætti af hálfu áhrifavaldsins að um markaðssetningu væri að ræða eða að greiðsla eða annað endurgjald hafi komið fyrir færslurnar. Að sama skapi sé ljóst að „nær ómögulegt var fyrir neytendur að sjá umræddar merkingar og þannig átta sig á því að um kostaða umfjöllun hafi verið að ræða.“ Því teljist Sólrún Diego hafa gerist brotleg við lög um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu. Henni var því bannað að birta aftur sambærilegar auglýsingar, eða eiga von á sektum.Tinna Alavis hefur vakið athygli fyrir ríkuleg boð, þar sem boðið er upp á margvíslegar kræsingar. Þessar myndir eru til að mynda úr boði hennar árið 2016, sem kostað var af átta fyrirtækjum.TinnaSyndsamlegar kökufærslur Víkur því næst sögunni að Tinnu Alavisdóttur sem einnig er sögð hafa gerst brotlegt við sömu lög. Það á hún að hafa gert með færslum sínum um vörur verslunarinnar Sætar syndir. „Benti stofnunin á að umræddar færslur hafi ekki verið merktar sem auglýsingar eða með öðrum skýrum hætti greint frá því að þær hafi verið gerðar í viðskiptalegum tilgangi, að því undanskildu að verslunin er merkt inn á færsluna með merkingunni @saetarsyndir,“ segir í úrskurði Neytendastofu.Sjá einnig: Tinna tjaldaði öllu til fyrir afmælisveislunaStofnunin hafi óskað eftir svipuðum upplýsingum frá Tinnu og í tilfelli Sólrúnar Diego; hvernig viðskiptasambandi Tinnu væri háttað við Sætar syndir, hvort einhver hafi haft milligöngu um samskiptin og hvort Tinna hafi fengið endurgjald fyrir færslur sínar. Tinna sagðist í svari sínu hafa fengið gefins köku frá Sætum syndum, í skiptum fyrir að birta mynd af henni á bloggsíðu sinni. Efst í þeirri bloggfærslu hafi komið fram að umfjöllunin sé „sponsored“ eða kostuð. Þá segist Tinna einnig hafa ákveðið að sýna kökuna á Instagram-síðu sinni - „en það hafi verið hennar val og ekki inn í samkomulaginu við verslunina Sætar syndir.“Hér má sjá bloggfærslu Alavis sem kostuð var af Sætum syndum. Eins og sjá má efst í færslunni er tekið fram að hún sé kostuð.alavis.isRíkar kröfur gerðar til áhrifavalda Niðurstaða Neytendastofu í máli Tinnu er áþekk úrskurðinum í máli Sólrúnar Diego. Stöðufærsla Tinnu sé ein tegund markaðssetningar og falli því undir ákvæði fyrrnefndra laga sem kveða á um að kostaðar færslur séu rækilega merktar. „Ekki skiptir máli hvort fyrirtæki eða annar aðili hafi leiðbeint viðkomandi eða ekki, hvort gjafir séu sendar óumbeðið eður ei, hvort rætt hafi verið um umfjöllun eða umfjöllunin lýsi persónulegri skoðun viðkomandi,“ segir meðal annars í úrskurði Neytendastofu. Alla jafna sé erfitt fyrir neytendur að gera greinarmun á almennri umfjöllun einstaklings annars vegar og kostaðri umfjöllun hins vegar. „Jafnframt telur Neytendastofa að auglýsingar í formi persónulegra meðmæla nýti traust og trúgirni í ríkari mæli en önnur hefðbundin form auglýsinga og markaðssetning gerir,“ segir í úrskurðinum og bætt við að þetta leiði til þess að „ríkar kröfur“ verði að gera til „kynningar af hálfu áhrifavalda sem beina slíkum auglýsingum til neytenda.“ Tinna hafi ekki staðið undir þeim kröfum þegar hún lét hjá líða að merkja kökufærslu sína á Instagram og telst hún því hafa gerst brotleg við lög. Henni, rétt eins og Sólrúnu, hefur því verið bannað að birta sambærilegar auglýsingafærslur í framtíðinni, annars eigi þær á hættu að fá sekt.
Neytendur Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45 Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Þessu þarftu að fylgja ef þú vilt auglýsa vörur á samfélagsmiðlum. 4. október 2018 11:45
Áhrifavaldar skattlagðir eins og aðrir Ríkisskattstjóri minnir áhrifavalda á að þeir þurfa að greiða skatt af starfsemi sinni. 25. febrúar 2019 12:00