Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira