Namibía ljósárum á undan Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 14:41 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar bar saman viðbrögð íslenskra stjórnvalda og stjórnvalda í Namibíu í skugga Samherjamálsins. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr. Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, finnst að íslensk stjórnvöld ættu að taka Namibíu til fyrirmyndar í spillingarvörnum í „stað þess að tala landið niður eins og sumum háttvirtum þingmönnum og hæstvirtum ráðherrum hér í þessum sal hefur orðið á að gera.“ Þórhildur Sunna gerði Samherjamálið að umfjöllunarefni í ræðu sem hún hélt í dag undir liðnum störf þingsins. Hún hóf mál sitt á því rekja þær ráðstafanir sem stjórnvöld í Namibíu hafa gripið til eftir að málið kom upp. Hún bar viðbrögðin saman við viðbrögð íslenskra stjórnvalda. „Sjávarútvegsráðherra og dómsmálaráðherra hafa sagt af sér, sérstök löggæslustofnun um varnir gegn spillingu hefur hafið rannsókn og handtekið sjávarútvegsráðherra og gefið það út að öll rannsóknargögn beri það með sér að stórfelldar mútur, peningaþvætti, skattsvik og spilling hafi átt sér stað,“ segir Þórhildur Sunna. Uppljóstrarar séu verndaðir með lögum í Namibíu, ólíkt Íslandi. Það auðveldi þeim mönnum sem viti af og hafa jafnvel tekið þátt í glæpsamlegu athæfi að stíga fram og aðstoða stjórnvöld við að upplýsa um glæpastarfsemi og spillingu. „Hér er ég ekki að tala um Ísland, virðulegi forseti, heldur Namibíu, sem sumir vilja afgreiða sem vanþróað og bláfátækt þróunarríki. Namibía er þó ljósárum á undan okkur Íslendingum í lagalegum og stofnanalegum vörnum gegn pólitískri spillingu eins og frásögn mín hér ber með sér.“ Þá nefnir Þórhildur Sunna að öfugt við Ísland hafi Namibía komið á fót stofnun sem sérhæfi sig í að rannsaka spillingarbrot. „Hér heima höfum við horft upp á það ár eftir ár að uppljóstraraverndinni er ýtt út af borðinni á þinginu af óljósum ástæðum. Nú eða kannski ekki svo óljósum ef marka má umsögn Samtaka atvinnulífsins sem finnst fyrirliggjandi frumvarp hæstvirts forsætisráðherra ganga allt of langt og auka líkur á misnotkun starfsmanna sem vilja hefna sín á fyrrum vinnuveitendum. Sömu samtaka sem sögðu okkur, fyrir ekki svo löngu, í umsögn við frumvarp sama ráðherra um skráningu hagsmunavarða, eða lobbíista, með leyfi forseta að hér á landi tíðkist ekki spilling, eða það er að segja að það tíðkist ekki að spilling birtist í því að sterkir sérhagsmunaaðilar nái tangarhaldi á stjórnvöldum og hafi áhrif á þau með viðbrögðum sínum með einstökum ákvörðunum.“ Þegar Þórhildur Sunna hafði lokið við að ræða um inntak umsagnar Samtaka atvinnulífsins skellti hún upp úr.
Alþingi Samherjaskjölin Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira