Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði