Guðlaugur Þór bauð Lavrov til Íslands Heimir Már Pétursson skrifar 26. nóvember 2019 20:15 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra bauð í dag Sergei Lavrov utanríkisráðherra Rússlands í heimsókn til Íslands og vonar að hann geti mætt á Hringborð norðurslóða á næsta ári. Sala á hátæknivörum frá Íslandi til Rússlands hefur aukist. Rússneski utanríkisráðherrann bauð þeim íslenska til Moskvu enda taka Rússar við formennsku í Norðurskautsráðinu eftir tvö ár af Íslendingum. Í morgun skrifuðu utanríkisráðherrarnir síðan undir sameiginlega yfirlýsingu um samfellu í stefnu ráðsins varðandi sjálfbærni norðurslóða á öllum sviðum. En að auki ræddu ráðherrarnir um alþjóðamál, mannréttindamál og tvíhliða samskipti þá sérstaklega í viðskiptum. „Jafnvel á erfiðustu dögum kalda stríðsins héldu þjóðirnar tvær uppi góðum viðskiptasamböndum og samband þjóðanna hefur alltaf verið vinsamlegt. Hindranir Rússa á innflutning matvöru frá Vesturlöndum allt frá árinu 2015 hafa hins vegar hlutfallslega komið sérstaklega hart niður á Íslendingum,“ sagði Guðlaugur Þór á sameiginlegum fréttamannafundi utanríkisráðherranna í Moskvu. Utanríkisráðherrarnir skrifuðu undir sameiginlega yfirlýsingu um stefnu Norðurskautsráðsins í morgun.Aðsend Er eitthvað hægt að mjaka þeim málum? „Það er eitt af því sem ég tók upp og hef verið að vinna að frá því ég tók við sem ráðherra. Þetta snýr líka að því að rússneska matvælaeftirlitið hefur ekki gefið leyfi fyrir ýmis matvæli inn á rússneskan markað. Það var tekið vel í að reyna að finna lausnir á því. Önnur fyrirheit voru nú ekki gefin á fundinum en við munum auðvitað halda áfram að vinna í þessum málum,“ segir Guðlaugur Þór. Lavrov minnti á að að liðin væru átta ár frá því utanríkisráðherra Íslands hefði komið í heimsókn til Rússlands. Þeir hafi þótt rætt flókin málefni norðurslóða í Rovaniemi í Finnlandi í maí. „Við sjáum jákvæð teikn um möguleika á samvinnu í viðskiptum, efnahagsmálum, fjárfestingum og hátækni sem og innan Norðurskautsráðsins,“ sagði Lavrov við upphaf fundar hans og Guðlaugs Þórs. Bauðstu honum að koma til Íslands? „Já ég gerði það. Ég bauð honum sérstaklega að koma á Arctic Circle næsta haust. Hann tók vel í þetta allt saman. Eðlilega hefur hann ekki svarað því núna en það væri auðvitað mikilvægt að fá hann til Íslands,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Norðurslóðir Rússland Utanríkismál Hringborð norðurslóða Tengdar fréttir Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Viðskipti við Rússland aukast þrátt fyrir viðskiptaþvinganir Utanríkisráðherrar Íslands og Rússlands undirrituðu yfirlýsingu í morgun sem tryggir að samfella verður í stefnu Norðurskautsráðsins að mati Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. 26. nóvember 2019 13:15