Skoðun

Jól eftir ást­vina­missi

Hulda Guðmundsdóttir skrifar
Aðventa, jól og áramót eru syrgjendum oft afar erfiður tími. Það reynir mjög á að undirbúa fjölskylduhátíð þegar hugurinn er hjá ástvini sem ekki fær að njóta hátíðanna með ykkur. Allt minnir á missinn og sorgin getur steypst yfir eins og alda, oft án fyrirvara í hinum ýmsu aðstæðum.

Því er gott að huga að því að undirbúa þennan tíma eins og hægt er, en gerið ekki of miklar kröfur til ykkar. Einbeitið ykkur að því sem þið treystið ykkur til að gera og látið svo aðra vita hvaða leið þið veljið.

Sr. Halldór Reynisson hefur langa reynslu af samfylgd með syrgjendum. Fimmtudagskvöldið 28. nóvember verður hann með erindi á vegum Sorgarmiðstöðvar í salnum Hvammi á Grand Hóteli í Reykjavík. Þar miðlar hann því sem gefist hefur vel þegar kemur að því að halda jól í skugga ástvinamissis. Verið öll velkomin.

Höfundur er formaður Sorgarmiðstöðvar.




Skoðun

Skoðun

Þorpið

Alina Vilhjálmsdóttir skrifar

Sjá meira


×