Situr uppi með rándýrt læknisvottorð og 600 þúsund króna reikning Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 13:25 Héraðsdómur Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins. Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira
Kona nokkur sem lenti í bílslysi árið 2015 þarf að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sem varð valdur að slysinu 600 þúsund króna málskostnað. Konan stefndi tryggingarfyrirtækinu og ökumanninum til greiðslu læknisvottorðs sem hún sótti til að innheimta skaðabætur vegna slyssins. Heildarkostnaður vegna vottorðsins var 140 þúsund krónur. Sjóvá hafnaði að greiða reikninginn meðal annars á þeim grundvelli að um ónauðsynlegt vottorð væri að ræða. Fyrirtækið kvaðst reiðubúið að greiða 50 þúsund krónur sem fyrirtækið og gerði í febrúar 2017. Eftir stóðu 90 þúsund krónur sem tekist var á um fyrir dómstólum. Fyrir dómi kom fram í máli lögmanns Sjóvá að 140 þúsund krónur væru óhóflegt gjald fyrir læknisvottorð. Konan hefði sótt það af sjálfsdáðum en það hefði verið ónauðsynlegt. Bótauppgjör vegna slyss konunnar fór fram í júlí 2017 og var tjónskvittun gefin út í ágúst sama ár. Krafa konunnar um greiðslu á eftirstöðvum læknisvottorðsins var ekki á meðal þeirra krafna sem greiddar voru við bótauppgjörið.Í niðurstöðu dómsins segir að konan hefði þurft að láta slíkt í ljós í fyrirvara lögmanns hennar við bótauppgjörið. Það hafi ekki verið gert og sé sérlega nærtækt enda hafði Sjóvá áður hafnað kröfu um greiðslu fyrir vottorðið. Hafnaði dómstóllinn kröfu konunnar um greiðslu vegna læknisvottorðsins. Samkvæmt lögum um einkamál ber konunni að greiða Sjóvá og ökumanni bílsins sameiginlega 600 þúsund krónur. Hún situr því uppi með þá greiðslu til viðbótar við 90 þúsund krónurnar sem konan vildi fá úr vasa fyrirtækisins.
Dómsmál Tryggingar Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Innlent Fleiri fréttir Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Sjá meira