Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2019 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. nóvember 2019 16:37 Verðlaunahafar ásamt ráðherra og fleirum. Kristinn Ingvarsson Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í morgun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur meðal annars fram: „Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn áþreifanlegur. Grasrót fyrirtækisins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaáætlun jafnréttismála mynduð úr umbótatillögum starfsfólks. Umfjöllun um jafnréttismál hefur verið tekin upp með fjölbreyttum hætti og er forstjóri eigandi verkefnisins og formaður jafnréttisnefndar. Breið nálgun við greiningu á stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skilningur í jafnréttishugtakið og lítið horft til veigamikilla atriða svo sem menningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur farið framsæknar leiðir í innri markaðssetningu á jafnrétti. Í allri jafnréttisvinnunni hefur verið haft að leiðarljósi að hjálpast að við að skilja jafnrétti og þróa vinnustaðamenninguna saman sem heild. Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Í þeirra hugum eru jafnréttismál ekki átak, það er komið til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi.“ „Jafnréttismál hafa verið í forgangi hjá okkur í Landsvirkjun undanfarin ár. Þegar lagt hefur verið af stað í slíka vegferð verður ekki aftur snúið. Með því að vinna markvisst að jafnrétti á öllum sviðum fyrirtækisins og gera breytingar á stóru og smáu erum við að sjá árangur og fyrirtækið er að þróast hraðar en áður. Það er okkur mikilvægt því við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir framúrskarandi fólk af öllum kynjum. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Mikið verk óunnið í jafnréttismálum „Þó að við séum í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum erum við skást, ekki best, enda mikið eftir. Það er mikilvægt að fagna því sem vel er gert og Hvatningarverðlaunin stuðla að því að við höldum áfram að taka rétt skref í átt að markmiðinu. Ég óska Landsvirkjun til hamingju með viðurkenninguna og hvet auðvitað aðra til að keppa að sama marki,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra, í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna. Á fundinum í morgun voru enn fremur flutt þrjú erindi um jafnréttismál. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018, sagði frá aðgerðum og árangri fyrirtækisins í jafnréttismálum og Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar og samskipta hjá Icelandair, fjallaði um stefnumótun flugfélagsins sem snertir jafnfréttismál og samfélagsábyrgð. Stefnumótunin gerir m.a. ráð fyrir að fjölga konum í stétt flugmanna og flugvirkja og körlum í starfi flugþjóna á næstu árum. Ólöf Júlíusdóttir, sem hefur nýlokið doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands, kynnti enn fremur rannsókn sína en þar leitaðist hún við að skýra valdaójafnvægi kvenna og karla í framkvæmdastjórnarstöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf benti á að þrátt fyrir árangur í jafnréttismálum hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórnendastöðum ekki breyst mikið. „Konur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyrir og karlamenning er enn ríkjandi í fyrirtækjum sem kemur til að mynda fram í löngum vinnudögum og kröfu um „mingl“ ferðir fjarri heimilum. Viljum við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í erindi sínu. Að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi. Jafnréttismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Landsvirkjun hlýtur Hvatningarverðlaun jafnréttismála árið 2019 en þau voru veitt á fundi um jafnréttismál sem haldinn var í Hátíðasal Háskóla Íslands í morgun. Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, tók við viðurkenningunni úr hendi Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra. Hvatningarverðlaun jafnréttismála voru nú veitt í sjötta sinn en markmið þeirra er að vekja athygli á fyrirtækjum sem hafa jafnrétti að leiðarljósi í starfsemi sinni og jafnframt að hvetja önnur fyrirtæki til að gera slíkt hið sama. Verðlaunin eru veitt fyrirtæki sem hefur stuðlað að jöfnum möguleikum kynjanna til starfsframa, jöfnum launum, jafnvægi í kynjahlutföllum og aukinni vitund um þann ávinning sem jafnrétti hefur fyrir fyrirtækið og samfélagið. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir valinu kemur meðal annars fram: „Landsvirkjun hefur lagt ríka áherslu á að skapa góða fyrirtækjamenningu þar sem jafnrétti og virðing fyrir fjölbreytileika samfélagsins liggja til grundvallar. Tekið er mið af jafnréttismálum í heildarstefnu fyrirtækisins og er ávinningurinn áþreifanlegur. Grasrót fyrirtækisins hefur verið mjög öflug og var aðgerðaáætlun jafnréttismála mynduð úr umbótatillögum starfsfólks. Umfjöllun um jafnréttismál hefur verið tekin upp með fjölbreyttum hætti og er forstjóri eigandi verkefnisins og formaður jafnréttisnefndar. Breið nálgun við greiningu á stöðu jafnréttis í fyrirtækinu er í forgrunni. Áður fyrr var lagður fremur þröngur skilningur í jafnréttishugtakið og lítið horft til veigamikilla atriða svo sem menningar, sýnileika kvenna og ákvörðunar- og áhrifavalds þeirra innan fyrirtækisins. Landsvirkjun hefur farið framsæknar leiðir í innri markaðssetningu á jafnrétti. Í allri jafnréttisvinnunni hefur verið haft að leiðarljósi að hjálpast að við að skilja jafnrétti og þróa vinnustaðamenninguna saman sem heild. Hjá Landsvirkjun er vilji til að hafa áhrif og miðla jafnréttisvinnu og hugmyndum í samfélaginu. Í þeirra hugum eru jafnréttismál ekki átak, það er komið til að vera. Þau eru meðvituð um hvar þau standa, hvert þau vilja komast og gera sér grein fyrir mikilvægi jafnréttis í sjálfbærum heimi.“ „Jafnréttismál hafa verið í forgangi hjá okkur í Landsvirkjun undanfarin ár. Þegar lagt hefur verið af stað í slíka vegferð verður ekki aftur snúið. Með því að vinna markvisst að jafnrétti á öllum sviðum fyrirtækisins og gera breytingar á stóru og smáu erum við að sjá árangur og fyrirtækið er að þróast hraðar en áður. Það er okkur mikilvægt því við viljum vera eftirsóknarverður vinnustaður fyrir framúrskarandi fólk af öllum kynjum. Verðlaunin eru okkur mikil hvatning til að halda áfram á sömu braut,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.Mikið verk óunnið í jafnréttismálum „Þó að við séum í fremstu röð meðal þjóða í jafnréttismálum erum við skást, ekki best, enda mikið eftir. Það er mikilvægt að fagna því sem vel er gert og Hvatningarverðlaunin stuðla að því að við höldum áfram að taka rétt skref í átt að markmiðinu. Ég óska Landsvirkjun til hamingju með viðurkenninguna og hvet auðvitað aðra til að keppa að sama marki,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála,- iðnaðar- og nýsköpunarrráðherra, í ávarpi sínu við afhendingu verðlaunanna. Á fundinum í morgun voru enn fremur flutt þrjú erindi um jafnréttismál. Hilmar Sigurðsson, forstjóri Sagafilm, sem hlaut Hvatningarverðlaun jafnréttismála 2018, sagði frá aðgerðum og árangri fyrirtækisins í jafnréttismálum og Ásdís Ýr Pétursdóttir, forstöðumaður samfélagsábyrgðar og samskipta hjá Icelandair, fjallaði um stefnumótun flugfélagsins sem snertir jafnfréttismál og samfélagsábyrgð. Stefnumótunin gerir m.a. ráð fyrir að fjölga konum í stétt flugmanna og flugvirkja og körlum í starfi flugþjóna á næstu árum. Ólöf Júlíusdóttir, sem hefur nýlokið doktorsprófi í félagsfræði frá Háskóla Íslands, kynnti enn fremur rannsókn sína en þar leitaðist hún við að skýra valdaójafnvægi kvenna og karla í framkvæmdastjórnarstöðum í íslensku efnahagslífi. Ólöf benti á að þrátt fyrir árangur í jafnréttismálum hér á landi hefði staða kvenna í æðstu stjórnendastöðum ekki breyst mikið. „Konur taka enn mun meiri ábyrgð heima fyrir og karlamenning er enn ríkjandi í fyrirtækjum sem kemur til að mynda fram í löngum vinnudögum og kröfu um „mingl“ ferðir fjarri heimilum. Viljum við breyta þessu og þá hvernig?“ spurði hún í erindi sínu. Að Hvatningarverðlaunum jafnréttismála standa Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands, Samtök atvinnulífsins og UN Women á Íslandi.
Jafnréttismál Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira