Ummæli Trumps sögð ganga í berhögg við hans eigin orð Eiður Þór Árnason skrifar 27. nóvember 2019 23:55 Trump virðist vera mjög ánægður með störf lögmanns síns. AP/Patrick Semansky Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti neitaði því í gær að hafa beðið Rudy Giuliani, persónulegan lögmann sinn, um að aðhafast í málefnum Úkraínu í þeim tilgangi að ýta á eftir rannsóknum þar í landi fyrir sína hönd. Athygli vekur að þessi nýjasta fullyrðing Trumps er í mótsögn við það sem hann sagði í frægu símtali sínu við Volodymir Zelensky, forseta Úkraínu, í júlí síðastliðnum. Umrætt símtal er rót yfirstandandi rannsóknar fulltrúadeildar Bandaríkjaþingsins á mögulegum embættisbrotum Trumps. Einnig eru ummæli Trumps sögð hafa gengið í berhögg við eiðsvarinn vitnisburð ráðherra hans og starfsmannastjóra Hvíta hússins. Í viðtali í gær hjá útvarpsmanninum Bill O'Reilly var Trump spurður út í það hvort að hann hafi óskað eftir afskiptum Giuliani í Úkraínu. Því svaraði hann neitandi áður en hann hóf að lofsyngja lögmann sinn og kallaði hann „stórkostlegan baráttumann gegn spillingu“ og besta borgarstjóra sem New York búar hafi átt. Þegar þáttastjórnandinn kallaði eftir frekari svörum frá Trump ítrekaði hann enn fremur svar sitt. „Nei, ég bað hann ekki um það, en hann er stríðsmaður. Rudy er stríðsmaður. Rudy fór þangað, mögulega sá hann eitthvað. En þú verður að átta þig á því að Rudy starfar líka fyrir fleiri,“ sagði Trump og fullyrti jafnframt að Giuliani hafi starfað í landinu árum saman. Bent hefur verið á að þessi svör forsetans eru í litlu samræmi við gróft eftirrit hins víðfræga símtals hans og Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu. Í því má sjá Trump ítrekað leggja til milligöngu Giuliani þegar kom að því að reyna að fá Zelensky til að hefja rannsókn á viðskiptaþátttöku Hunter Biden í landinu. Hunter Biden er sonur Joe Biden, eins fremsta forsetaframbjóðendaefnis Demókrataflokksins. Í símtalinu fór Trump meðal annars fögrum orðum um Giuliani og sagði ítrekað að hann ætlaði að óska eftir því að lögmaðurinn myndi hafa samband við Úkraínuforseta til að ræða næstu skref og fá niðurstöðu í málið.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29 Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24 Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45 Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Starfsmönnum Hvíta hússins geti verið gert að bera vitni Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að starfsmenn Hvíta hússins geti verið neyddir til að bera vitni fyrir þingnefndum í tengslum við málarekstur þingsins gegn forsetanum. 26. nóvember 2019 07:29
Trump boðið að mæta fyrir nefndina eftir viku Formaður dómsmálanefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings hefur nú boðið Donald Trump forseta að mæta fyrir nefndina þann 4. desember næstkomandi. 27. nóvember 2019 07:24
Hæstiréttur stöðvar afhendingu skattskýrslna Trump tímabundið Hæstiréttur Bandaríkjanna kom í gær tímabundið í veg fyrir að meðlimir stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings fái aðgang að skattskýrslu Donald Trump, forseta. 26. nóvember 2019 12:45
Grínaðist með ákæruferlið áður en hann náðaði kalkúna Bandaríkjaforseti Donald Trump, viðhélt í dag þriggja áratuga gamalli hefð Bandaríkjaforseta þegar hann náðaði kalkúnana Bread og Butter við hátíðlega athöfn í Rósagarði Hvíta hússins í Washington. 26. nóvember 2019 20:54