Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:31 Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira