Berlínarliðið fór fínt af stað í dag og var yfir eftir fyrsta leikhlutann en staðan í hálfleik var 41-38, Bæjurum í vil.
Áfram hélt spennan í síðari hálfleik og Alba reyndi allt hvað þeir gátu til að koma til baka. Allt kom fyrir ekki og sigur Bæjara staðreynd.
LIVE: @hermannsson15 gibt Gas und trifft den schwierigen Layup! pic.twitter.com/by3yCDS7tr
— ALBA BERLIN (@albaberlin) November 10, 2019
Martin skoraði þrettán stig auk þess sem hann gaf sex stoðsendingar og tók fimm fráköst.
Alba er í 3. sæti deildarinnar með tíu stig en Bayern er á toppnum með fullt hús stiga eftir sex umferðir. Þetta var fyrsta tap Alba á leiktíðinni.