Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Sylvía Hall skrifar 10. nóvember 2019 23:15 Pedro Sánchez fagnar sigri í kosningunum. Þrátt fyrir að flokkurinn sé sá stærsti eftir kosningar er ljóst að afar erfitt verður að mynda ríkisstjórn. Vísir/AP Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins. Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Sósíalistaflokkur forsætisráðherrans Pedro Sánchez, PSOE, verður áfram stærsti flokkur á þingi eftir þingkosningarnar á Spáni þrátt fyrir að hafa tapað þremur þingsætum. Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina, samanborið við 24 í síðustu kosningum. Um er að ræða fjórðu kosningarnar á fjórum árum en erfiðlega hefur gengið að ná fram starfshæfri ríkisstjórn í landinu. Ekki er útlit fyrir að úrslit kvöldsins muni leysa þann vanda þar sem hvorki vinstri né hægri blokk þingsins hefur náð 176 sætum sem þarf til þess að mynda ríkisstjórn. Vinstri blokkinn með samtals 157 sæti gegn 149 sætum hægri blokkarinnar og nánast pólitískur ómöguleiki að mynda ríkisstjórn.Después del #10N, ¿qué sumas son posibles en el Congreso de los Diputados? Aquí van algunas aritméticamente viables, a cual más complicada de lograr políticamente. pic.twitter.com/XwfaxYaeYi — Jorge Galindo (@JorgeGalindo) November 10, 2019 Leiðtogi Vox, Santiago Abascal, ávarpaði stuðningsmenn sína í kvöld og sagði flokkinn hafa leitt bæði menningarlega og pólitíska breytingu í landinu með því að opna á umræður sem höfðu verið þaggaðar niður og sýnt vinstrinu að „sögunni sé ekki lokið“. „Þau hafa ekki siðferðilega yfirburði og við eigum sama rétt á að verja okkar hugmyndir án þess að vera smánuð og óvirt eins og við erum enn af fjölmiðlum,“ sagði Abascal við stuðningsmenn sína þegar úrslitin lágu nánast fyrir.Santiago Abascal fagnar með stuðningsmönnum sínum í kvöld.Vísir/EPAAukin skautun spænsku stjórnmálanna Svo virðist sem flokkarnir á hægri og vinstri væng stjórnmálanna hafi aukið verulega við fylgi sitt á meðan kvöldið var erfiðara fyrir miðjuflokkanna. Miðjuflokkurinn Ciudadanos tapaði 47 þingsætum og situr eftir með tíu sæti á þinginu.Sjá einnig: Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Óhætt er að segja að sjálfstæðisbarátta Katalóna hafi spilað stóra rullu í kosningunum og gert það að verkum að Vox vann stóran kosningasigur og rúmlega tvöfaldaði fylgi sitt miðað við síðustu kosningar. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttunnar var skýr og var flokkurinn andsnúinn því að sjálfstæði Katalóníu yrði viðurkennt. Deilur sjálfstæðissinna og sambandssina hafa því verið líkt og olía á eldinn fyrir stuðningsmenn flokksins og hagnaðist hann verulega á hörðum mótmælum undanfarinna vikna, þá sérstaklega hvað varðar fylgi meðal Spánverja utan Katalóníu. Málefni flóttafólks voru einnig á dagskránni hjá Vox sem tók afdráttarlausa afstöðu gegn straumi flóttafólks til landsins.
Spánn Tengdar fréttir Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29 Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22
Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. 9. nóvember 2019 23:29
Mótmæltu heimsókn Spánarkonungs til Katalóníu Þúsundir úr röðum aðskilnaðarsinna í Katalóníu mótmæltu heimsókn Filipusar Spánarkonungs til Barcelona í gærkvöldi. 5. nóvember 2019 08:05