Sósíalistar stefna að því að mynda ríkisstjórn hratt Kjartan Kjartansson skrifar 11. nóvember 2019 16:21 Þingkosningarnar á Spáni í gær áttu að binda enda á þrátefli í þarlendu stjórnmálum. Úrslitin benda til enn meiri skautunar en var fyrir. Vísir/EPA Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn. Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Stjórnarmyndunarviðræður eftir þingkosningarnar á Spáni í gær eru þegar hafnar og eru sósíalistar sagðir reyna að púsla saman ríkisstjórn hratt. Leiðtogi miðhægriflokksins Borgaranna sagði af sér í dag eftir að flokkur hans tapaði töluverðu fylgi. Aðrar þingkosningarnar ársins fóru fram á Spáni í gær og reyndust úrslitin engu afdráttarlausari en í þeim fyrri. Sósíalistar eru sem fyrr stærsti flokkurinn á þingi þrátt fyrir að hafa tapað nokkrum þingsætum. Hægriflokkurinn Lýðflokkurinn bætti við sig fylgi og öfgahægriflokkurinn Vox vann verulega á. José Luis Abalos, einn leiðtoga Sósíalistaflokksins, segist vonast til þess að ný ríkisstjórn undir forystu flokksins geti tekið til starfa fyrir áramót. „Við ætlum að reyna að standa við loforð okkar um að mynda ríkisstjórn eins fljótt og auðið verður vegna þess að landið þarf á því að halda,“ sagði Abalos í dag. Sósíalistar hafa þó útilokað einhvers konar þjóðstjórn með Lýðflokknum sem er næst stærsti flokkurinn á þingi. Flókið gæti reynst fyrir þá að mynda stjórn sem stæðist vantraust í þinginu. Til þess þyrftu sósíalistar að reiða sig á stuðning vinstriflokksins Við getum, miðvinstriflokksins Más País, Borgaranna og nokkurra héraðsflokka til viðbótar, að sögn Reuters-fréttastofunnar.Flóð tilfinninga braust út þegar Albert Rivera tilkynnti um afsögn sína sem leiðtogi Borgaranna í dag.Vísir/EPAAfsögn Albert Rivera sem leiðtoga Borgaranna í dag er sögð geta styrkt stöðu Pedro Sánchez, leiðtoga Sósíalistaflokksins og starfandi forsætisráðherra. Rivera hafði lokað á ríkisstjórnarsamstarf við sósíalista þó að aðrir leiðtogar flokksins væru opnari fyrir því. Borgararnir fóru úr 57 þingsætum í tíu í kosningunum í gær. Þá er uppgangur öfgahægriflokksins Vox talinn geta þvingað flokka á vinstrivængnum til þess að leggja ágreining á hilluna og vinna saman. Þingflokkur Vox stækkaði úr 24 í 52. Áður en hann kom til sögunnar höfðu öfgahægriflokkar aldrei náð fleiri en einum þingmanni á spænska þingið frá lokum fasistastjórnar einræðisherrans Franco árið 1975. Kosið hefur verið í fjórgang á Spáni frá því í desember árið 2015. Þá var ríkisstjórn Lýðflokksins undir stjórn Mariano Rajoy orðin löskuð vegna efnahagskreppu og hneykslismála. Síðan þá hafa hvorki hægri- né vinstri flokkarnir náð hreinum meirihluta á þingi með þeim afleiðingum að stjórnarkreppa hefur ríkt nær látlaust síðan. Nú síðast náðu sósíalistar og Við getum ekki saman um formlegt ríkisstjórnarsamstarf. Því greip Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra, til þess ráðs að boða til nýrra kosninga til að höggva á hnútinn.
Spánn Tengdar fréttir Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15 Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Fleiri fréttir „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Sjá meira
Nýjar kosningar gerðu lítið til þess að höggva á hnútinn Hægri öfgaflokkurinn Vox vann stórsigur í kosningunum og bætti við sig 28 sætum og hlaut því 52 sæti í heildina. 10. nóvember 2019 23:15
Hægriflokkar bæta við sig fylgi á Spáni Sósíalistaflokkur Pedro Sánchez forsætisráðherra tapar fylgi samkvæmt útgönguspám. Á sama tíma tvöfaldar hægri öfgaflokkurinn Vox fylgi sitt. 10. nóvember 2019 19:22