„Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 11. nóvember 2019 17:21 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, spurði forsætisráðherra út í rökræðukönnun sem var framkvæmd um helgina. vísir/vilhelm Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“ Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar að umfjöllunarefni í liðnum óundirbúnar fyrirspurnir á Alþingi í dag. Um þrjú hundruð landsmenn tóku þátt í rökræðukönnun í Laugardalshöll um helgina þar sem rædd voru nokkur afmörkuð atriði stjórnarskrárinnar. Halldóra er ekki sannfærð um að rökræðukönnunin dugi til að hlustað verði á vilja þjóðarinnar. „Í ljósi þess að stjórnvöld hafa gjörsamlega hunsað niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunnar um stjórnarskrá sem var samin í víðfemasta og lýðræðislegasta starfi að stjórnarskrárritun sem sagan kann frá að greina, svo vitnað sé til orða Vigdísar Finnbogadóttur. Af hverju á almenningur að hafa einhverja trú á því að aðkoma félagsvísindadeildar Háskóla Íslands verði einhvers konar vendipunktur? Hvað telur hæstvirtur forsætisráhðerra að muni breytast með tveggja daga rökræðukönnun þegar áralangt ferli sem var samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu dugði ekki til?“ spurði Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata á Alþingi í dag.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, segir að rökræðukönnunin sem var framkvæmd um liðna helgi sé merkileg tilraun í almannasamráði sem hún vonaðist til að geta notað í auknum mæli.Vísir/vilhelmKatrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, svaraði því til að formenn stjórnmálaflokka, sem eiga sæti á Alþingi, hefðu á kjörtímabilinu unnið mikið starf við heildarendurskoðun stjórnarskrár. Rökræðukönnunin sem fór fram um liðna helgi hefði verið merkileg tilraun í almannasamráði. Þarna hefði í fyrsta sinn haldinn slíkur fundur á Íslandi samkvæmt þeirri fræðilegu aðferðafræði sem þar liggur að baki: „Þar sem við erum ekki bara að spyrja einnar spurningar heldur í raun og veru að kanna hvernig viðhorf fólks breytast við rökræðu, nokkuð sem ég hefði haldið að væri mikill áhugi fyrir hér á Alþingi Íslendinga ef við viljum nýta fjölbreyttar aðferðir við almannasamráð,“ segir Katrín. Hún sagðist vona að Alþingi muni nýta rökræðukannanir í auknum máli við að virkja almenning til samráðs. „Ég tel að þessi leiðsögn sem við munum fá út úr þessum fundi muni sömuleiðis nýtast okkur mjög vel í verkefnið um heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar.“ Halldóra sagðist einnig vera mjög hrifin af rökræðukönnunum til að virkja almenning en í þessu tilfelli hefði verið búið að fara í gegnum langt og lýðræðislegt ferli sem endaði með þjóðaratkvæðagreiðslu sem hafi verið hunsuð. „Af hverju á almenningur að taka þátt þegar samráðið er síðan hunsað?“
Alþingi Stjórnarskrá Tengdar fréttir Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15 Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15 Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Fleiri fréttir Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Ræða breytta forgangsröðun við breytingar á stjórnarskrá Formenn stjórnmálaflokkanna íhuga nú að setja umbætur á ákvæðum um dómsvald í stjórnarskrá í forgang en áður var fyrirhugað að breytingar á þeim kafla stjórnarskrár yrðu endurskoðaðar á næsta kjörtímabili auk kafla um Alþingi og alþingiskosningar, mannréttindi og fleira. 6. nóvember 2019 08:15
Rökræða um stjórnarskrá Um 300 manns af öllu landinu munu um helgina taka þátt í rökræðukönnun um endurskoðun stjórnarskrárinnar. Er þetta liður í samráði við almenning um endurskoðunina. 8. nóvember 2019 07:15