Kókaíninnflytjandi borgaði leiguna með stolnu parketi af vinnustað sínum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. nóvember 2019 17:00 Eftir að viðtakandinn hafði tekið við sendingunni rölti hann út í skóglendi á milli Arnarbakka og Vesturbergs. Eftir að hafa opnað sendinguna var hann handtekinn. Vísir/Vilhelm Tveir 35 ára karlmenn hafa verið dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í febrúar 2018. Um var að ræða innflutning á einu kílói af kókaíni sem barst til landsins með hraðsendingu frá Belgíu en efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum. Annar aðilinn fékk 15 mánaða dóm en hinn 22 mánaða dóm. Sá síðarnefndi var um leið dæmdur meðal annars fyrir umfangsmikinn þjófnað af lager hjá Agli Árnasyni þar sem hann vann áður.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Tollstjóri stöðvaði sendinguna Karlmönnunum tveimur var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega kílói af kókaíni ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Þannig hafi annar tekið að sér að beiðni hins að taka við sendingunni á heimili sínu og afhenda hinum. Lögregla komst á snoðir um málið þann 2. febrúar 2018 þegar tollstjóri stöðvaði erlenda hraðsendingu sem innihélt meðal annars fjórar niðursuðudósir. Tæknideild lögreglu staðfesti að innihaldið væri fyrrnefnd magn af kókaíni. Báðir neituðu sök í málinu. Til aðgreiningar verður annar nefndur viðtakandinn og hinn skipuleggjandinn í þessari frétt.Óttaðist að sendingin innihéldi stera eða fíkniefni Þrátt fyrir að vera skráður fyrir sendingunni, hafa tekið við henni, farið með hana á afvikinn stað í skóglendi í Breiðholti í Reykjavík og opnað hana þá neitaði viðtakandinn sök. Þótti dómnum fyrrnefnd háttsemi gefa til kynna að hann væri meðvitaður um að sendingin innihéldi ólögmætan varning. Þá lýsti viðtakandinn því fyrir dómi að hann hefði óttast að eitthvað misjafnt kynni að vera í sendingunni, til dæmis sterar eða fíkniefni. Hann viðraði áhyggjur sínar við æskuvin sinn kvöldið áður en sendingin barst og staðfesti æskuvinurinn þá frásögn fyrir dómi.Fundað í bílskúr Þá liggur fyrir að viðtakandinn stóð í fíkniefnaskuld við skipuleggjandann. Þeir hefðu hist í bílskúr og rætt málin þar sem hann var beðinn um að taka við sendingunni. Viðtakandinn spurði ekki út í hvers vegna skipuleggjandinn vildi ekki sjálfur taka við sendingunni sem héraðsdómi þótti afar óvenjuleg háttsemi. Um ástæður þess hvers vegna viðtakandinn ákvað að opna sendinguna úti í skóg bar viðtakandinn að hann hefði viljað kanna hvort eitthvað ólöglegt væri þar að finna. Sagðist hann hafa viljað fullvissa sig um að fíkniefnaskuldin teldist fallin niður eftir afhendingu sendingarinnar.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fréttablaðið/GVAHéraðsdómur taldi vegna þess ljóst að manninum stóð svo til á sama hvort og þá hve mikið magn af fíkniefnum væri að finna í sendingunni. Augnablikum síðar var hann handtekinn en þá var hann staddur í grennd við heimili þess sem bað hann um að taka við sendingunni. Höfðu þeir átt í samskiptum á Telegram sem þekkt er að notað er mikið í samskiptum í fíknefnaheiminum.„Settu þetta undir kerruna“ Skipuleggjandinn neitaði sömuleiðis sök. Hann viðurkenndi að hafa hitt viðtakandann í bílskúr nokkrum vikum áður en sendingin barst til landsins en neitaði að nokkuð hefði verið rætt um pakkasendingu. Í lögregluskýrslu koma fram upplýsingar um samskipti milli félaganna á Telegram. Þau voru regluleg mínúturnar eftir að pakkinn var afhentur og allt þar til viðtakandinn var handtekinn. „Settu þetta undir kerruna,“ voru skilaboðin frá skipuleggjandanum til viðtakandans klukkan 17:47 þennan dag. Mínútu áður hafði viðtakandinn verið handtekinn og sá því aldrei skilaboðin.Ótrúverðugur framburður Vitni í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi og gaf til kynna að hann hefði ekki sagt nafn skipuleggjandans í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglan hefði gert það og því hefði vitnið sagt ýmislegt sem hann vissi ekkert um. Hann hefði í raun veitt lögreglunni þau svör sem falast hefði verið eftir. Þessi lýsing kom þó ekki heim og saman við upptökur af skýrslum hjá lögreglu þar sem glögglega heyrðist að vitnið nefndi nafnið að eigin frumkvæði án þess að lögregla hefði nefnt hann til sögunnar. Breyttur og ótrúverðugur framburður gæfi til kynna að hann vildi halda hlífisskildi yfir ákærða. Heilt á litið taldist framburður skipuleggjandans ótrúverðugur. Voru bæði skipuleggjandinn og viðtakandinn sakfelldir fyrir aðild sína að málinu.Nýtti þýfi upp í kaup á bíl og leigugreiðslu Refsing viðtakandans þótti hæfileg 15 mánuðir í fangelsi að frádregnu tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Skipuleggjandinn var meðfram ákærunni fyrir fíkniefnalagabrot ákærður fyrir stórfelldan þjófnað af lager Egils Árnasonar hvar hann starfaði. Um var að ræða 100 fermetra af parketi og alls kyns hluti nauðsynlegir til parketleggingar. Söluverðmæti var á fjórðu milljón króna. Var hann dæmdur fyrir þjófnað en sömuleiðis peningaþvætti fyrir að hafa hagnast á þjófnaðinum. Í einu tilfelli greiddi hann fyrir leigu með því að leggja parket. Í annað skiptið nýtti hann efnið upp í kaup á 2,6 milljóna króna bíl. Þá var hann dæmdur fyrir minni fíkniefnalagabrot en um var að ræða efni sem fannst við líkamsleit og í húsakynnum hans. Þótti heildarrefsing skipuleggjandans hæfileg 22 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dróst tveggja vikna gæsluvarðhald. Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira
Tveir 35 ára karlmenn hafa verið dæmdir fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot í febrúar 2018. Um var að ræða innflutning á einu kílói af kókaíni sem barst til landsins með hraðsendingu frá Belgíu en efnin voru falin í fjórum niðursuðudósum. Annar aðilinn fékk 15 mánaða dóm en hinn 22 mánaða dóm. Sá síðarnefndi var um leið dæmdur meðal annars fyrir umfangsmikinn þjófnað af lager hjá Agli Árnasyni þar sem hann vann áður.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Tollstjóri stöðvaði sendinguna Karlmönnunum tveimur var gefið að sök að hafa staðið að innflutningi á tæplega kílói af kókaíni ætluðu til sölu og dreifingar í ágóðaskyni. Þannig hafi annar tekið að sér að beiðni hins að taka við sendingunni á heimili sínu og afhenda hinum. Lögregla komst á snoðir um málið þann 2. febrúar 2018 þegar tollstjóri stöðvaði erlenda hraðsendingu sem innihélt meðal annars fjórar niðursuðudósir. Tæknideild lögreglu staðfesti að innihaldið væri fyrrnefnd magn af kókaíni. Báðir neituðu sök í málinu. Til aðgreiningar verður annar nefndur viðtakandinn og hinn skipuleggjandinn í þessari frétt.Óttaðist að sendingin innihéldi stera eða fíkniefni Þrátt fyrir að vera skráður fyrir sendingunni, hafa tekið við henni, farið með hana á afvikinn stað í skóglendi í Breiðholti í Reykjavík og opnað hana þá neitaði viðtakandinn sök. Þótti dómnum fyrrnefnd háttsemi gefa til kynna að hann væri meðvitaður um að sendingin innihéldi ólögmætan varning. Þá lýsti viðtakandinn því fyrir dómi að hann hefði óttast að eitthvað misjafnt kynni að vera í sendingunni, til dæmis sterar eða fíkniefni. Hann viðraði áhyggjur sínar við æskuvin sinn kvöldið áður en sendingin barst og staðfesti æskuvinurinn þá frásögn fyrir dómi.Fundað í bílskúr Þá liggur fyrir að viðtakandinn stóð í fíkniefnaskuld við skipuleggjandann. Þeir hefðu hist í bílskúr og rætt málin þar sem hann var beðinn um að taka við sendingunni. Viðtakandinn spurði ekki út í hvers vegna skipuleggjandinn vildi ekki sjálfur taka við sendingunni sem héraðsdómi þótti afar óvenjuleg háttsemi. Um ástæður þess hvers vegna viðtakandinn ákvað að opna sendinguna úti í skóg bar viðtakandinn að hann hefði viljað kanna hvort eitthvað ólöglegt væri þar að finna. Sagðist hann hafa viljað fullvissa sig um að fíkniefnaskuldin teldist fallin niður eftir afhendingu sendingarinnar.Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjaness í dag.Fréttablaðið/GVAHéraðsdómur taldi vegna þess ljóst að manninum stóð svo til á sama hvort og þá hve mikið magn af fíkniefnum væri að finna í sendingunni. Augnablikum síðar var hann handtekinn en þá var hann staddur í grennd við heimili þess sem bað hann um að taka við sendingunni. Höfðu þeir átt í samskiptum á Telegram sem þekkt er að notað er mikið í samskiptum í fíknefnaheiminum.„Settu þetta undir kerruna“ Skipuleggjandinn neitaði sömuleiðis sök. Hann viðurkenndi að hafa hitt viðtakandann í bílskúr nokkrum vikum áður en sendingin barst til landsins en neitaði að nokkuð hefði verið rætt um pakkasendingu. Í lögregluskýrslu koma fram upplýsingar um samskipti milli félaganna á Telegram. Þau voru regluleg mínúturnar eftir að pakkinn var afhentur og allt þar til viðtakandinn var handtekinn. „Settu þetta undir kerruna,“ voru skilaboðin frá skipuleggjandanum til viðtakandans klukkan 17:47 þennan dag. Mínútu áður hafði viðtakandinn verið handtekinn og sá því aldrei skilaboðin.Ótrúverðugur framburður Vitni í málinu breytti framburði sínum fyrir dómi og gaf til kynna að hann hefði ekki sagt nafn skipuleggjandans í skýrslutöku hjá lögreglu. Lögreglan hefði gert það og því hefði vitnið sagt ýmislegt sem hann vissi ekkert um. Hann hefði í raun veitt lögreglunni þau svör sem falast hefði verið eftir. Þessi lýsing kom þó ekki heim og saman við upptökur af skýrslum hjá lögreglu þar sem glögglega heyrðist að vitnið nefndi nafnið að eigin frumkvæði án þess að lögregla hefði nefnt hann til sögunnar. Breyttur og ótrúverðugur framburður gæfi til kynna að hann vildi halda hlífisskildi yfir ákærða. Heilt á litið taldist framburður skipuleggjandans ótrúverðugur. Voru bæði skipuleggjandinn og viðtakandinn sakfelldir fyrir aðild sína að málinu.Nýtti þýfi upp í kaup á bíl og leigugreiðslu Refsing viðtakandans þótti hæfileg 15 mánuðir í fangelsi að frádregnu tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Skipuleggjandinn var meðfram ákærunni fyrir fíkniefnalagabrot ákærður fyrir stórfelldan þjófnað af lager Egils Árnasonar hvar hann starfaði. Um var að ræða 100 fermetra af parketi og alls kyns hluti nauðsynlegir til parketleggingar. Söluverðmæti var á fjórðu milljón króna. Var hann dæmdur fyrir þjófnað en sömuleiðis peningaþvætti fyrir að hafa hagnast á þjófnaðinum. Í einu tilfelli greiddi hann fyrir leigu með því að leggja parket. Í annað skiptið nýtti hann efnið upp í kaup á 2,6 milljóna króna bíl. Þá var hann dæmdur fyrir minni fíkniefnalagabrot en um var að ræða efni sem fannst við líkamsleit og í húsakynnum hans. Þótti heildarrefsing skipuleggjandans hæfileg 22 mánaða fangelsi. Frá refsingunni dróst tveggja vikna gæsluvarðhald.
Dómsmál Reykjavík Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Sjá meira