Sannleikurinn Katrín Oddsdóttir skrifar 14. nóvember 2019 14:15 Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Oddsdóttir Stjórnarskrá Tengdar fréttir Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45 Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Sjá meira
Nú eru rúmlega sjö ár síðan þjóðaratkvæðagreiðsla um nýja stjórnarskrá fór fram á Íslandi. Þar sögðu kjósendur að leggja skyldi drög stjórnarlagaráðs til grundvallar sem stjórnarskrá fyrir Ísland. Auk þess sögðu 83% kjósenda að í nýrri stjórnarskrá skyldi lýsa náttúruauðlindir, sem ekki eru í einkaeigu, sem þjóðareign. Á þeim 2.581 degi frá því þjóðaratkvæðagreiðslan fór fram hefur Alþingi hvorki sett Íslandi þá stjórnarskrá sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar né komið ákvæði um auðlindir landsins í gildandi stjórnarskrá. Ekkert hefur gerst. Ekki neitt. Sú tillaga að auðlindaákvæði sem formannanefnd stjórnmálaflokka á Alþingis hefur lagt fram í samráðsgátt hefur að geyma lakari vernd almennings til eignarhalds á auðlindum en finna má í nýju stjórnarskránni sem kjósendur sögðu að skyldi lögð til grundvallar í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum lögum eru nytjastofnar á Íslandsmiðum sameign íslensku þjóðarinnar. Gleymum því ekki í eina mínútu að samkvæmt íslenskum veruleika rennur fjárhagslegi arðurinn af nytjastofnum á Íslandsmiðum í vasa örfárra útvaldra einstaklinga. Í krafti arðsins færa svo þessir einstaklingar út kvíar sínar til landa á borð við Namibíu. Gleymum því ekki að við látum þetta viðgangast með sinnuleysi okkar dag eftir dag. Ár eftir ár. Misrétti elur af sér meira misrétti. Réttlæti skapar aukið réttlæti. Nú er mál til komið að fólk á Íslandi standi saman og rísi upp gegn gegndarlausu arðráni og spillingu sem þrífst hér á landi, og stjórnvöld veita okkur enga vörn fyrir. Getum við sætt okkur við hvernig farið er með fullveldi, auðlindir og æru okkar sem þjóð? Allt opinbert vald sprettur frá þjóðinni. Einmitt þess vegna er það þjóðin, en ekki þingið, sem er stjórnarskrárgjafinn. Við VERÐUM að vakna!Höfundur er formaður Stjórnarskrárfélagsins.
Sagan Stutta útgáfan er þessi: Við Íslendingar vorum á mikilli hraðferð þegar við fengum sjálfstæði frá Dönum árið 1944. Ástæðan var sú að nasistar höfðu hernumið Danmörku og við nýttum tækifærið og laumuðum okkur í burtu á meðan. 2. október 2019 09:45
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun