Kristján Þór boðaður á fund atvinnuveganefndar vegna Samherjaskjalanna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 17. nóvember 2019 10:36 Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Vísir/Vilhelm „Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“ Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
„Samherjamálið er af þeim skala og af því umfangi að íslensk stjórnmál geta ekki setið hjá aðgerðalaus.,“ segir Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður Vinstri grænna og nefndarmaður atvinnuveganefndar Alþingis. Í færslu sem Rósa Björk birti á Facebook skrifar hún að Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra hafi verið boðaður á fund atvinnuveganefndarinnar vegna Samherjaskjalanna. „Á málinu eru margar hliðar en grunnkjarninn í því er samt nýting á auðlind okkar allra og útdeiling á arðinum á þeirri nýtingu. Samsöfnun auðs á fárra manna hendur, í stað þess að meiri arður af nýtingunni renni í sameiginlega sjóði okkar allra er stefið í margra ára deilum íslensks samfélags um fiskveiðistjórnunarkerfið.“Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs.Vísir/EgillBrýnt að ræða áhrifin Rósa Björk segir að áhrif Samherjamálsins að fullu leyti eigi eftir að koma í ljós. „Þar undir er skattkerfi okkar og eftirlit með því, samþjöppun í sjávarútvegi, alþjóðasamvinna sem snýst ekki bara um heilindi í þróunarsamvinnu og eftirfylgni með henni, heldur líka að standa við alþjóðlega samninga um aðgerðir gegn peningaþvætti og spillingu, náin tengsl stjórnmálanna og sjávarútvegsfyrirtækja. Stjórnarskrárbreytingar sem beðið hefur verið eftir í alltof langan tíma. Orðspor okkar á erlendri grundu. Og fleira - eins ótrúlegt það kann að hljóma.“ Hún segir því mikilvægt að að ræða Samherjaskjölin sem fyrst við ráðherrann. „Ég hef óskað eftir því að Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mæti sem fyrst á fund atvinnuveganefndar til að fara yfir áhrif Samherjamálsins. Til að ræða áhrif á stöðu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis landsins (sem er eitt umfangsmesta sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu) afleiðingar málsins á önnur íslensk fyrirtæki og greinina í heild. Hvort ráðuneytið hafi gripið til einhverra aðgerða vegna málsins og ef svo er, til hvaða aðgerða þá. Hér er um að ræða mál sem er af þeirri stærðargráðu að það er afar brýnt að sjávarútvegsráðherra ræði sem allra fyrst við þingmenn í atvinnuveganefnd.“
Alþingi Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56 „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Innlent Fleiri fréttir Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Bjarni segir ekkert benda til sektar Kristjáns Bjarni Benediktsson sér ekkert í gögnum Kveiks sem bendlar Kristján Þór Júlíusson við ólöglega starfsemi. 13. nóvember 2019 16:56
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Ætlar að segja sig frá málefnum Samherja komi þau á hans borð Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, segist hafa verið staddur á skrifstofu Samherja fyrir tilviljun árið 2014 þegar hann var kynntur fyrir háttsettum mönnum sem sagðir eru hafa þegið greiðslur frá Samherja. 13. nóvember 2019 13:31
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent