En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Þjóðskrá, að skrásetja skyldi alla Íslendinga Siggeir F. Ævarsson skrifar 19. nóvember 2019 08:30 Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Skattar og tollar Trúmál Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Sjá meira
Á hverju ári bíða forstöðumenn trú- og lífsskoðunarfélaga spenntir eftir 1. desember. Ekki bara til að fagna fullveldinu frá 1918, heldur einnig til að reikna út upphæð sóknargjalda næsta árs. Skráningu einstaklings í trú- eða lífsskoðunarfélag er hægt að breyta allt árið um kring. En skráningin 1. desember er sú eina skiptir máli út frá fjárhagslegu sjónarhorni, þar sem hlutdeild félaganna í sóknargjöldum næsta árs er reiknuð út frá þeirri skráningu. Persónulega finnst mér þetta svolítið sérstakt kerfi, ekki síst eftir að Þjóðskrá fór að birta uppfærðar tölur um skráningar í félögin hver einustu mánaðarmót. Ég hef ekki lagt í að reikna það út, en mig grunar að þetta kerfi nýtist stærsta trúfélaginu best, sem tapar meðlimum hraðast í hverjum mánuði. En kannski er það bara of flókið fyrir ríkið að endurreikna þessar greiðslur í hverjum mánuði. Og auðvitað er það einfaldlega galið að stjórnvöld haldi lista yfir trú- og lífsskoðanir fólks. Það þarf ekki mikið útaf að bera í samfélaginu okkar til þess að slíkur listi verði mjög hættulegur í röngum höndum. Eina rökrétta skrefið hér er að félögin haldi sjálf utan um sín félagatöl og rukki félagsgjöld án aðkomu ríksins. Það er margt fleira sérstakt við sóknargjaldakerfið. Sóknargjöldin eru innheimt og greidd af ríkinu til félaganna og eru hluti af skattkerfinu. Þrátt fyrir það er enginn reitur á skattaskýrslunni sem heitir „Sóknargjald“. Allir skattgreiðendur borga því fyrir sóknargjöldin, líka þeir sem eru skráðir utan trúfélaga. Skattarnir þínir lækka því miður ekki um 934 krónur á mánuði þó þú standir utan félaga. Allir skattgreiðendur borga fyrir rekstur allra þessara 50 félaga. Sóknargjöld eru heldur ekki félagsgjöld. Ég greiði t.d. engin félagsgjöld í KR eða Val, enda ekki félagsmaður þar (sem betur fer). En ég greiði áfram fyrir rekstur ríkiskirkjunnar ár eftir ár, þrátt fyrir að hafa ekki verið félagi þar um árabil. Undan þessum trúleysisskatti er engin undankomuleið. Um tíma borguðu þeir sem stóðu utan trúfélaga í sjóð fyrir Háskóla Íslands. Það kerfi var afnumið 2009. Í raun má segja að maður spari ríkinu smá upphæð á hverju ári ef maður er hvergi skráður. Áður en ég skráði mig í Siðmennt grínaðist ég stundum með að ég væri að hjálpa til við að borga fyrir Icesave með því að vera skráður utan trúfélaga. En hlutdeild mín í sóknargjöldunum var sú sama. Hver og einn einstaklingur getur breytt sinni skráningu í trú- eða lífsskoðunarfélag hvenær sem er á frekar auðveldan hátt í gegnum vefsíðu Þjóðskrár - www.skra.is. Meðan ríkið hefur ennþá puttana í þessum skráningum hvet ég alla til að athuga sína skráningu og hvort hún sé í samræmi við lífsskoðun hvers og eins. Við í Siðmennt fögnum öllum nýjum félögum. Aðild að Siðmennt er öllum opin sem telja sig eiga samleið með þeim lífsskoðunum og þeirri sannfæringu sem birt er í stefnu félagsins sem lesa má á Siðmennt.is. Sterkara og fjölmennara félag hjálpar okkur sem þar starfa að koma okkar málstað og baráttumálum á framfæri. Þar er fullur aðskilnaður ríkis og kirkju og sannarlegt trúfrelsi í orði jafnt sem á borði, mjög ofarlega á blaði, og afnám hins ósanngjarna sóknargjaldakerfis væri þar stórt skref fram á við.Höfundur er framkvæmdstjóri Siðmenntar, félags siðrænna húmanista á Íslandi.
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson Skoðun
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun