Trump fluttur til Flórída Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2019 08:02 Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. AP/Susan Walsh Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, sem hefur búið í New York alla sína ævi hefur fært lögheimili sitt til Flórída. Nánar tiltekið er lögheimili hans nú skráð í Mar-a-Lago, klúbbi hans í Flórída. Trump segir ákvörðunina hafa verið tekna vegna þess hve illa stjórnmálamenn þar komi fram við hann. Það hafi sjaldan verið komið jafn illa fram við nokkurn mann og það þrátt fyrir að hann „greiði milljónir dala“ í skatta á ári hverju. Í röð tísta sem hann birti í nótt eftir að New York Times sögðu frá ákvörðun hans, sagði Trump þó að New York muni ávallt eiga sess í hjarta sínu.Andrew M. Cuomo, ríkisstjóri New York, virðist sáttur við ákvörðun forsetans enda er Trump gífurlega óvinsæll í New York. „Farið hefur fé betra,“ skrifaði hann á Twitter. „Það er ekki eins og hann hafi greitt skatta hér hvort sem er. Gjörið svo vel Flórída.“Bill De Blasio, borgarstjóri New York, tísti einnig um ákvörðun Trump og virtist hann taka henni fagnandi. Þá vottaði hann íbúum Flórída samúð sína vegna flutninga forsetans.Frá því að Trump varð forseti hefur hann varið 99 dögum í Mar-a-Lago en einungis 20 dögum í Trump-turni í New York. Hvíta húsið hefur ekki viljað segja af hverju Trump tók þessa ákvörðun en heimildarmaður New York Times segir forsetann hafa tekið þessa ákvörðun vegna skattamála. Tekjuskattur er minni í Flórída en víða annarsstaðar í Bandaríkjunum og þar er sömuleiðis engin erfðaskattur. Ómögulegt er að sannreyna þá staðhæfingu Trump um að hann hafi greitt milljónir í skatta í New York, þar sem hann hefur aldrei opinberað skattaskýrslur sínar eins og hefð er fyrir að forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum gera. Þá hefur Trump barist með kjafti og klóm gegn öllum tilraunum til að opinbera skattaskýrslurnar. Heimildarmaður NYT segir þá ákvörðun saksóknara í Manhattan að stefna Trump til að fá skattaskýrslur hans, hafa reitt forsetann til reiði. Flutningur lögheimilis hans hefur þó engin áhrif á stefnuna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira