Viðskipti innlent

Steinunn María Sveins­dóttir nýr safn­stjóri Flug­s­afns Ís­lands

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Steinunn María Sveinsdóttir.
Steinunn María Sveinsdóttir. skjáskot/flugsafn íslands

Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. Steinunn tók við starfinu af Gesti Einari Jónassyni sem hefur gengt starfinu síðastliðin 10 ár. Frá þessu er greint á vef flugsafnsins.

Steinunn er með BA gráðu í sagnfræði og safnafræði frá Aarhus Universitet en hún lagði einnig stund á meistaranám í safnafræði við Háskóla Íslands. Hún hefur starfað sem fagstjóri Síldarminjasafns Íslands síðastliðin fimm ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×