Bjóða upp á fríar tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 2. nóvember 2019 13:00 Boðið er upp á tíðarvörur í Háskólanum í Reykjavík, stúdentum að endurgjaldslausum. getty/Jeffrey Greenberg/Vísir/vilhelm Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Stúdentafélag Háskólans í Reykjavík býður nemendum sínum fríar tíðarvörur. Formaður félagsins segir að með framtakinu sé verið að mótmæla bleikum skatti á vörurnar. Mikil ánægja ríki meðal kvenkynsnemenda og -kennara í skólanum. Bleikur skattur á tíðarvörur er ellefu prósent en hann var lækkaður úr 24% þann fyrsta september eftir að frumvarp var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum í sumar. Skatturinn var þannig lækkaður á öllum einnota og margnota tíðarvörum, svo sem dömubindi, túrtappa og tíðabikara. Stúdentar í Reykjavík vilja að skatturinn verði alveg afnuminn. Leó Snær Emilsson er formaður stúdentafélags Háskólans í Reykjavík.„Við fórum í samstarf við Danól og erum að bjóða fríar tíðarvörur fyrir kvenkynsnemendur í skólanum. Við gerum það til að svara þessum bleika skatti og þetta væri þá hugsað fyrir þá sem eru í neyð. Við ætlum að bjóða þetta út starfsár núverandi stjórnar og vonum að næsta stjórn taki við keflinu.“ Leó segir bleika skattinn ósanngjarnan. „Ég myndi segja að þessi bleiki skattur hafi verið að koma illa við kvenmenn yfirhöfuð. Þar sem þetta er einungis vara sem konur kaupa en er flokkuð sem lúxusvara.“ Hann segir nemendur afar ánægða með framtakið og verkefnið hafa gengið með ágætum. „Rosalega vel þetta hefur fengið mikla athygli á samfélagsmiðlum. Allir taka mjög vel í þetta, bæði kennarar og nemendur,“ sagði Leó Snær Emilsson.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira