Freyja frábiður sér samanburð Steinunnar Ólínu á málum þeirra Atla Rafns Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 21:38 Freyja Haraldsdóttir og Steinunn Ólína Þorvarðardóttir. Mynd/Samsett Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn, sem tekin var ákvörðun um á grundvelli ásakana um meinta kynferðislega áreitni hans. Í pistli Steinunnar Ólínu, sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi, fagnaði hún niðurstöðum í málum Freyju og Atla Rafns. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að synja Freyju um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Þá bar hún málið saman við mál Atla Rafns og sagði að ástæða væri til að gleðjast. „Tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um réttláta úrlausn í málum sínum,“ skrifaði Steinunn Ólína. „Freyja Haraldsdóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opinberu aðkasti þar sem mannfjandsamleg viðhorf endurspeglast og er óhætt að segja að í málsmeðferð beggja aðila hafi slík viðhorf haft áhrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þá gagnrýndi Steinunn Ólína skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu um mál Atla Rafns en sú síðarnefnda bar í pistli sínum saman bætur Atla Rafns og bætur sem þolendum kynferðisofbeldis hefur verið dæmt í gegnum tíðina. Steinunn Ólína sakaði Þórdísi Elvu um „þvælulist“ og sagði hana sjálfskipaðan „talsmann ofbeldisfórnarlamba“. Ítarlega var fjallað um pistla leikvennanna á Vísi í gærkvöldi.Þórdís Elva og Tom Stranger á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Hann viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.SkjáskotÍ færslu sem Freyja birti á Facebook í gær segist hún ekki geta orða bundist yfir grein Steinunnar Ólínu. Sér finnist erfitt þegar máli sínu sé „stillt upp við hlið máls Atla Rafns“ þar sem málin tvö eigi ekkert skylt hvort með öðru. Þá mislíki hennig einnig að mál sitt sé sett í samhengi við „hatrammt niðurrif á Þórdísi Elvu“. Þannig séu aktívistar á borð við Þórdísi Elvu „sjaldnast að þykjast vera talsmenn allra“ þegar þeir tjá sig. Óþolandi sé að vera sökuð um slíkt fyrir að taka afstöðu. „Aktivistar hafa ólíkar upplifanir og skoðanir og reynslu og félagslega stöðu og það má. Og þó svo að aktivistar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrirlestur eru þau ekki að markaðsvæða ofbeldi. Er ég þá að markaðsvæða mína lífsreynslu af því að ég hef skrifað bók? Eða að markaðsvæða misrétti af því að ég held úti instagram reikningi til þess að deila reynslu minni af dómsferli? Nei,“ skrifar Freyja. Þá skilji hún vel að þolendur kynferðisofbeldis fari stundum „aðra leið“ í baráttu sinni, líkt og Þórdís Elva hefur gert, til þess að upplifa réttlæti.Færslu Freyju má lesa í heild hér að neðan. Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir doktorsnemi og fyrrverandi varaþingmaður, sem vann mál sitt gegn Barnaverndarstofu í Hæstarétti í vikunni, segir það erfitt þegar máli sínu sé stillt upp við hlið máls Atla Rafns Sigurðarsonar leikara, líkt og leikkonan Steinunn Ólína gerði í pistli sem hún birti í gær. Atla Rafni voru dæmdar 5,5 milljónir króna í skaða- og miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn, sem tekin var ákvörðun um á grundvelli ásakana um meinta kynferðislega áreitni hans. Í pistli Steinunnar Ólínu, sem birtur var á vef Fréttablaðsins í gærkvöldi, fagnaði hún niðurstöðum í málum Freyju og Atla Rafns. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að Barnaverndarstofu hefði verið óheimilt að synja Freyju um að sækja námskeið fyrir fósturforeldra. Þá bar hún málið saman við mál Atla Rafns og sagði að ástæða væri til að gleðjast. „Tveir dómar féllu þar sem fólki hafði verið neitað um réttláta úrlausn í málum sínum,“ skrifaði Steinunn Ólína. „Freyja Haraldsdóttir og Atli Rafn hafa bæði orðið fyrir opinberu aðkasti þar sem mannfjandsamleg viðhorf endurspeglast og er óhætt að segja að í málsmeðferð beggja aðila hafi slík viðhorf haft áhrif sem urðu til þess að á þeim var brotið.“Sjá einnig: Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Þá gagnrýndi Steinunn Ólína skrif Þórdísar Elvu Þorvaldsdóttur leikkonu um mál Atla Rafns en sú síðarnefnda bar í pistli sínum saman bætur Atla Rafns og bætur sem þolendum kynferðisofbeldis hefur verið dæmt í gegnum tíðina. Steinunn Ólína sakaði Þórdísi Elvu um „þvælulist“ og sagði hana sjálfskipaðan „talsmann ofbeldisfórnarlamba“. Ítarlega var fjallað um pistla leikvennanna á Vísi í gærkvöldi.Þórdís Elva og Tom Stranger á sviði í fyrirlestri sínum á vegum Ted. Hann viðurkenndi að hafa nauðgað henni þegar þau voru ung að árum og par.SkjáskotÍ færslu sem Freyja birti á Facebook í gær segist hún ekki geta orða bundist yfir grein Steinunnar Ólínu. Sér finnist erfitt þegar máli sínu sé „stillt upp við hlið máls Atla Rafns“ þar sem málin tvö eigi ekkert skylt hvort með öðru. Þá mislíki hennig einnig að mál sitt sé sett í samhengi við „hatrammt niðurrif á Þórdísi Elvu“. Þannig séu aktívistar á borð við Þórdísi Elvu „sjaldnast að þykjast vera talsmenn allra“ þegar þeir tjá sig. Óþolandi sé að vera sökuð um slíkt fyrir að taka afstöðu. „Aktivistar hafa ólíkar upplifanir og skoðanir og reynslu og félagslega stöðu og það má. Og þó svo að aktivistar skrifi bækur og haldi Ted talk fyrirlestur eru þau ekki að markaðsvæða ofbeldi. Er ég þá að markaðsvæða mína lífsreynslu af því að ég hef skrifað bók? Eða að markaðsvæða misrétti af því að ég held úti instagram reikningi til þess að deila reynslu minni af dómsferli? Nei,“ skrifar Freyja. Þá skilji hún vel að þolendur kynferðisofbeldis fari stundum „aðra leið“ í baráttu sinni, líkt og Þórdís Elva hefur gert, til þess að upplifa réttlæti.Færslu Freyju má lesa í heild hér að neðan.
Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Dómsmál Kynferðisofbeldi MeToo Tengdar fréttir Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28 Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35 Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Hiti nær tuttugu stigum víða á morgun Veður Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Innlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sjá meira
Hyggst ekki rjúfa trúnað við konurnar Sigurður segir að umfjöllun um vinnuverndarlöggjöfina sem tryggja á öryggi og vellíðan starfsfólks hafi með öllu vantað í forsendur dóms Héraðsdóms Reykjavíkur sem úrskurðaði í máli Atla Rafns Sigurðssonar, leikara, gegn Leikfélagi Reykjavíkur og borgarleikhússtjóra. 31. október 2019 14:28
Sjá svart og hvítt í málinu sem aðrir leikarar þora varla að hafa opinbera skoðun á Leikkonurnar Þórdís Elva Þorvaldsdóttir og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir sjá svart og hvítt þegar kemur að nýföllum dómi í máli Atla Rafns Sigurðarsonar leikara gegn Borgarleikhúsinu og leikstjóranum Kristínu Eysteinsdóttur. 1. nóvember 2019 23:35
Hærri bætur fyrir ólögmæta uppsögn en hrottalega nauðgun Réttargæslumenn neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis eru hugsi yfir því að leikari fái hærri miskabætur fyrir ólögmæta uppsögn en kona sem nauðgað er hrottalega. 31. október 2019 14:14