Þungt hljóð í íbúum að Gerplustræti Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2019 22:20 Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð. Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Kaupendur íbúða að Gerplustræti 2 í Mosfellsbæ segja ferlið hafa reynst þeim afar erfitt. Þeir hafa verið hvattir til að ljúka afsalsgreiðslu áður en seljandinn fer í þrott og að sætta sig við engar bætur. Afhenda átti einhverjar íbúðir í Gerplustræti 2 í apríl í fyrra. Kaupendum var tilkynnt með bréfi nýverið að þær yrðu tilbúnar til afhendingar fyrir helgi. Félagið sem hefur haldið utan um framkvæmdirnar er Gerplustræti 2 - 4 ehf. en það stefnir nú í þrot. Í bréfi sem kaupendum barst frá Ásgeiri Kolbeinssyni, stjórnarformanni félagsins, í vikunni kom fram að tafirnar hafi orðið eftir að verktakinn sem sá um að reisa húsið varð gjaldþrota síðastliðið vor. Þá höfðu framkvæmdirnar verið stopp í nokkra mánuði. Í bréfinu til kaupenda kemur fram að heildarframkvæmdakostnaðurinn sé rúmum 300 milljónum hærri en gert var ráð fyrir og þá sé ekki búið að taka tillit til aukins vaxtakostnaðar vegna tafa við verkið. Ásgeir er á meðal þeirra sem eiga hlut í Gerplustræti 2 - 4 í gegnum félagið Burður Invest. Sturla Sighvatsson var stjórnarformaður félagsins en sagði sig úr stjórn eftir að Ásgeir hafði tekið þar sæti 31. júlí síðastliðinn. Situr Ásgeir einn í stjórninni í dag. Hafa allar íbúðir utan einnar hafa verið seldar. Ásgeir segir í bréfi til kaupenda að fjárhagsstaða félagsins sé svo slæm að þó allar íbúðir verði greiddar upp í topp þá dugi það ekki til greiðslu áhvílandi skulda. Í bréfinu hvetur Ásgeir kaupendur til að ljúka við kaup sín og fá afsal útgefið svo hann geti með góðri samvisku gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta. Annars sé raunveruleg hætta á að kaupendur tapi þeim fjármunum sem þeir hafa þegar greitt vegna kaupanna. Kaupendur sem fréttastofa heyrði í báðust undan viðtölum í dag. Þeir voru auðheyranlega ósáttir við stöðuna, ferlið hefði reynst þeim afar íþyngjandi og þeir læsu ekki annað en dulda hótun í bréfinu sem þeim barst frá félaginu. Í bréfinu kemur fram að þeir þurfi að sætta sig við að fá engar bætur vegna þeirra tafa sem hafa orðið. Í bréfi Ásgeirs er tekið fram að ekki verði betur séð en að töluverð verðhækkun hafi átt sér stað á eignunum frá því kaupsamningar voru gerðir, að jafnaði sé þar um að ræða um 50 þúsund krónur á hvern fermetra. Ásgeir vildi ekki veita viðtal í dag þegar eftir því var leitað. Hann sagði við fréttastofu RÚV í gær að verið væri að undirbúa málshöfðun á hendur Sturlu Sighvatssyni því skoðun á bókhaldinu hafi ekki verið jákvæð.
Húsnæðismál Mosfellsbær Tengdar fréttir Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00 Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Sturla keypti blokk á Ásbrú Fjármagnaði kaupin með 50 ára láni frá Íbúðalánasjóði fyrir óhagnaðardrifin leigufélög. Nýtti sér sína eigin uppskrift frá Heimavöllum. 17. október 2019 08:00
Íbúar flytja inn í Gerplustræti einu og hálfu ári á eftir áætlun Fólk sem keypti íbúðir í Gerplustræti 2-4 í byrjun árs 2018 getur loks flutt inn á næstunni. Afhenda átti í apríl í fyrra. 11. október 2019 08:30