Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 14:03 Ásmundur Helgason, einn eigenda Gráa kattarins. Vísir/Baldur Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00
Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18