Ætlar að krefja Reykjavíkurborg um milljónir vegna framkvæmda á Hverfisgötu Birgir Olgeirsson skrifar 3. nóvember 2019 14:03 Ásmundur Helgason, einn eigenda Gráa kattarins. Vísir/Baldur Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Veitingahúseigendur ætla að krefja Reykjavíkurborg um milljónir í skaðabætur vegna framkvæmda á Hverfisgötu. Framkvæmdirnar hafa tafist um marga mánuði. Borgin lofar bót og betrun en veitingahúseigandinn segir kerfið gera það að verkum að svo verði ekki. Ásmundur Helgason er einn af eigendum veitingastaðarins Gráa Kattarins við Hverfisgötu. Hann mætti í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun til að ræða þessar framkvæmdir við Pawel Bartoszek, borgarfulltrúa Viðreisnar. Ásmundur sagði alla græða á þessum framkvæmdum nema rekstraraðila við götuna. Borgin fái fína götu, verktakinn og undirverktakinn fái greitt en eftir standa veitinga- og verslunareigendur með tapið. „Það sem hefur gerst undanfarna sex til sjö mánuði er búið að kosta mig allt upp í 40 prósent minni veltu á milli mánaða ef ég ber september saman við september í fyrra, október saman við október í fyrra. Það er 40 prósent minni velta hjá mér, og það skýrist að sjálfsögðu af því að það komst enginn að staðnum,“ sagði Ásmundur. Ásmundur hefur margoft gagnrýnt tilkynningar borgarinnar til rekstraraðila um fyrirhugaða framkvæmdir. Bréf borgarinnar um framkvæmdirnar barst daginn eftir að framkvæmdir hófust í maí. Ásmundur segir engar líkur á breytingum. Borgin samþykkir fjárhagsáætlun í desember sem þýðir að framkvæmdir næsta sumar verða ekki boðnar út fyrr en um mánaðmót mars/apríl. „Til þess að færast frá þessu þá verðið þið að samþykkja fjárhagsáætlun bara um mitt ár, ég skil ekki þetta vinnulag,“ sagði Ásmundur. Hann ætlar að setja fram milljóna bótakröfu á borgina. „Ég ætla bara að gera bótakröfu, það kemur bara bréf til borgarinnar eftir svona viku, hálfan mánuð, þar sem ég fer fram á tíu milljónir, eða einhverja x tölu í bætur.“ Pawel sagðist hafa mikla samúð með þeim rekstraraðilum sem verða fyrir tjóni. Hann viðurkenndi að ferlar borgarinnar væru ekki nægjanlega góðir þegar kæmi að svo umfangsmiklum framkvæmdum. Vonir standi til að bæta þetta, sér í lagi vegna framkvæmda sem eru fyrirhugaðar á neðri hluta Laugavegar og á Hlemmi. Viðtalið við Ásmund og Pawel hér að neðan.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Veitingastaðir Tengdar fréttir Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00 Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18 Mest lesið Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Enn meiri tafir á að endurbótum ljúki á Hverfisgötu Upphafleg áætlun gerði ráð fyrir að verkinu sem hófst í maí í vor yrði lokið 23. ágúst. Verklok munu því tefjast um ríflega tvo mánuði frá þeirri áætlun. 3. október 2019 06:00
Framkvæmdum við Hverfisgötu á að ljúka um miðjan nóvember Vinnu vegna framkvæmda á Hverfisgötu í Reykjavík, frá Smiðjustíg og niður fyrir Ingólfsstræti, á að ljúka um miðjan nóvember. 25. október 2019 12:18