Kjörin ungmennafulltrúi Íslands á Loftslagsráðstefnu SÞ Eiður Þór Árnason skrifar 4. nóvember 2019 20:52 Skipunin er samstarfsverkefni Landssambands ungmennafélaga, félags Sameinuðu þjóðanna á Íslandi og umhverfisráðuneytisins. Getty - LUF Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum. Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Aðalbjörg Egilsdóttir var í kvöld kjörin ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði loftslagsmála. Kjörið fór fram á fulltrúaráðsfundi Landssambands ungmennafélaga í Hinu húsinu. Aðalbjörg kemur til með að sækja Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Madríd annan til þrettánda desember næstkomandi og taka þátt í störfum ráðstefnunnar í umboði íslenskra ungmenna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landssambandi ungmennafélaga. Aðalbjörg starfar hjá Náttúrustofu Vesturlands og er menntaður líffræðingur. Þá situr Aðalbjörg í Stúdentaráði Háskóla Íslands og er forseti Umhverfis- og samgöngunefndar ráðsins. Í framboðsræðu sinni talaði Aðalbjörg fyrir mikilvægi endurheimtar vistkerfa og að ungu fólki sé hleypt að ákvarðanatöku um loftslagsmál.Sjá einnig: Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla„Ég er þakklát fyrir að fá vettvang til að nýta þekkingu mína á umhverfismálum í þágu ungs fólks og legg áherslu á að rödd okkar ungmenna verði áberandi á ráðstefnunni. Ég átta mig vel á þeim hindrunum sem eru í vegi fyrir árangri á sviði loftslagsmála og að mörgu leyti hvaða leiðir standa til boða í baráttunni fyrir betri heimi. Til þess að ná þeim markmiðum sem ríkisstjórnir heimsins hafa sett sér þarf kúvendingu í loftslagsmálum og mun ég berjast fyrir því að hagsmunir alls ungs fólks verði í fyrirrúmi,” er haft eftir Aðalbjörgu í tilkynningunni. Er þetta í annað sinn sem Ísland skipar slíkan fulltrúa, en Esther Hallsdóttir var kjörin ungmennafulltrúi Íslands á sviði mannréttinda í ágúst síðastliðnum.
Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38 Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54 Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Fleiri fréttir Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Sjá meira
Hætta við að halda loftslagsráðstefnu vegna mótmæla Stjórnvöld í Chile hafa aflýst fyrirhugaðri loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem fara átti fram í höfuðborginni Santiago í desember. 30. október 2019 14:38
Flytja loftslagsráðstefnuna frá Santíagó til Madrídar Upphaflega stóð til að ráðstefnan færi fram í Chile, en fyrr í vikunni greindi forseti landsins að hætt hafi verið við að halda ráðstefnuna þar vegna mótmæla í landinu síðustu vikurnar. 1. nóvember 2019 16:54
Spánverjar bjóðast til að taka við loftslagsráðstefnunni Síle, sem átti að halda ráðstefnuna, hefur lagt blessun sína yfir hugmyndina og ætlar að mæla með henni við Sameinuðu þjóðirnar. 31. október 2019 19:02