WAB air verður Play Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 10:00 Rauður tekur við af fjólubláa lit WOW hjá nýja flugfélaginu Play. Vísir/Vilhelm Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum. Upptöku má sjá hér að neðan. Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðins. Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða Við höfum snúið aftur, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt um að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.Sjá einnig: Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnirAð öðru leyti er fátt vitað um hið nýja flugfélag; eins og hvernig staðið hefur verið að fjármögnun, hver flugvélakosturinn er, hvenær það útvegaði sér flugrekstarleyfi, hvar flugfélagið ætlar að staðsetja sig á markaðnum, hvert verður flogið og hvenær farið verður í jómfrúarflugið. Var flestum þessum spurningum svarað í kynningunni og má lesa allt um það í beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, ræddi málin í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. Fundurinn hófst klukkan 10:30 og Vísir sýndi beint frá honum. Upptöku má sjá hér að neðan. Að nýja flugfélaginu standa einstaklingar sem áður störfuðu hjá WOW air, sem fór í þrot í lok mars síðastliðins. Flugfélagið hefur til þessa gengið undir nafninu WAB, sem stendur fyrir We Are Back eða Við höfum snúið aftur, og vísar þar til hins fallna flugfélags. Á fundinum var tilkynnt um að nýtt nafn flugfélagsins verði Play.Sjá einnig: Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnirAð öðru leyti er fátt vitað um hið nýja flugfélag; eins og hvernig staðið hefur verið að fjármögnun, hver flugvélakosturinn er, hvenær það útvegaði sér flugrekstarleyfi, hvar flugfélagið ætlar að staðsetja sig á markaðnum, hvert verður flogið og hvenær farið verður í jómfrúarflugið. Var flestum þessum spurningum svarað í kynningunni og má lesa allt um það í beinni textalýsingu blaðamanns hér fyrir neðan.Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, ræddi málin í Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag.
Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Boðað til blaðamannafundar hjá WAB Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið af forsvarsmönnum flugfélagsins sem kallast WAB, eða We Are Back, og byggir á grunni WOW air. 4. nóvember 2019 22:18 Mest lesið Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Viðskipti innlent Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Viðskipti innlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Snaps teygir anga sína út á Hlemm Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Viðskipti innlent Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Sjá meira
Boðað til blaðamannafundar hjá WAB Boðað hefur verið til blaðamannafundar í fyrramálið af forsvarsmönnum flugfélagsins sem kallast WAB, eða We Are Back, og byggir á grunni WOW air. 4. nóvember 2019 22:18