Aðstandendur WAB air ekki af baki dottnir Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. september 2019 14:47 Sveinn Ingi Steinþórsson, einn stofnenda WAB air. Mynd/Stöð 2 Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum. Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Einn stofnenda WAB air, íslensks lággjaldaflugfélags sem hópur fjárfesta freistar þess nú að koma á fót, segir aðstandendur félagsins munu halda sínu striki. Kaup Michele Roosevelt Edwards, eða Michele Balarin eins og hún er jafnan kölluð, á eignum þrotabús WOW air hafi ekki áhrif þar á. Ballarin tilkynnti á blaðamannafundi á Hótel Sögu í dag að jómfrúarflug hins nýja WOW air yrði í október. WOW hafi þegar tryggt sér tvær flugvélar í reksturinn og þá muni félagið einnig einbeita sér í auknum mæli að vöruflutningi. Félagið verður með bandarískt flugrekstrarleyfi og skrifstofur beggja vegna Atlantshafsins. Sjá einnig: Svona var blaðamannafundur Ballarin Sveinn Ingi Steinþórsson einn stofnenda WAB air segir félagið ekki láta neinn bilbug á sér finna þrátt fyrir endurreisn WOW, sem yrði að öllum líkindum öflugur samkeppnisaðili WAB. „Við höldum okkar striki,“ segir Sveinn. Hann segir starfsfólk WAB air enn vinna að því að fá flugrekstrarleyfi en félagið sótti um slíkt leyfi til Samgöngustofu í byrjun sumars. Að öðru leyti vill Sveinn ekki tjá sig um rekstur WAB air eða endurreisn WOW. Hann segir þó að frekari fregna af WAB megi vænta bráðlega. WAB air hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í byrjun ágúst. Um tíu starfsmenn mættu til vinnu fyrsta daginn. Hópur fjárfesta, í samfloti við írska fjárfestingasjóðinn Avianta Capital, stendur að stofnun WAB air. Í fjárfestahópnum, auk Sveins, eru Arnar Már Magnússon, fyrrverandi framkvæmdastjóri flugrekstrarsviðs WOW air, Bogi Guðmundsson, lögmaður hjá Atlantik Legal Services og Þóroddur Ari Þóroddsson, sem hefur starfað sem ráðgjafi í flugvélaviðskiptum í Lundúnum.
Fréttir af flugi Play WOW Air Tengdar fréttir Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24 Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33 Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00 Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Fyrstu starfsmenn WAB air mættu til vinnu í Hafnarfirði í morgun WAB air, íslenskt flugfélag sem hópur fjárfesta reynir nú að koma á fót, hóf starfsemi í nýju skrifstofuhúsnæði í Hafnarfirði í dag. 6. ágúst 2019 16:24
Svona var blaðamannafundur Ballarin Sú bandaríska hefur boðað til blaðamannafundar á Hótel Sögu í dag. 6. september 2019 11:33
Fyrsta flugið verður í október, gefur ekki upp kaupverðið og leggur áherslu á góðan mat Endanlegt samkomulag hefur náðst á milli US Aerospace Associates LLC og skiptastjóra þrotabús WOW air um kaup félagsins á þeim eignum þrotabúsins sem tilheyra WOW vörumerkinu. 6. september 2019 14:00
Telur ólíklegt að nýtt lággjaldaflugfélag líti dagsins ljós Höfundur bókar um ris og fall WOW air er ekki sérlega bjartsýnn á að nýtt íslenskt lággjaldaflugfélag hefji sig til flugs. 30. júlí 2019 12:00