Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Andri Eysteinsson skrifar
Útlendingastofnun segist ekki hafa gert mistök í máli kasóléttrar konu sem vísað var úr landi ásamt fjölskyldu sinni í nótt.

Heilbrigðisstarfsmenn hjá mæðravernd og Embætti landlæknis telja hins vegar að Útlendingastofnun hafi farið gegn ráðleggingum heilbrigðisstarfsmanna, en nánar verður fjallað um málið í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö.

Þar kynnum við okkur líka nýja lággjaldaflugfélagið Play og skoðum frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar, en það gerir ráð fyrir að borgarsjóður skili tveimur og hálfum milljarði í rekstrarafgang á næsta ári.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö klukkan 18.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×