„Gjafir eru yður gefnar” Hjálmar Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26 Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun