Litlar sem engar málsbætur vegna viðtalsins sem aldrei átti að fara í loftið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. nóvember 2019 11:11 Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga einum viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur. Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Jón Ársæll Þórðarsson og Ríkisútvarpið sýndu af sér skeytingarleysi í garð Gyðu Drafnar Grétarsdóttur þegar viðtal við hana í þættinum Paradísarheimt var sýnt á RÚV þrátt fyrir að báðir aðilar hafi vitað að samþykki hennar lægi ekki fyrir. Að mati Héraðsdóms eiga Jón Ársæll og RÚV sér engar málsbætur, utan þess að þátturinn var fjarlægður úr streymisveitum fljótlega eftir sýningu hans.Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku var Jóni Ársæli og RÚV gert að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í skaðabætur vegna málsins. Forsaga þess er sú að Jón Ársæll tók viðtal við Gyðu Dröfn í tengslum við þætti hans Paradísarheimt. Gyða fékk svo bakþanka og vildi ekki að viðtalið birtist. Vildi hún meina að það hafi verið veitt með því skilyrði að hún fengi að sjá það áður en því væri sjónvarpað. Því sinnti Jón Ársæll og Ríkisútvarpið ekki og viðtalið fór í loftið. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur, sem birtur hefur verið á vef Dómstólasýslunnar, er málið rakið en í niðurstöðu dómara segir að óumdeilt sé að viðtalið hafi verið sýnt í óþökk Gyðu Drafnar. Ljóst sé að viðtalið sjálft hafi verið tekið með vitund og vilja Gyðu Drafnar en að ekki hafi verið sýnt fram á að hún hafi heimilað opinbera birtingu þess. Þá væri það ljóst af tölvupóstum sem liggja fyrir í málinu frá starfsmönnum Fangelismálastofnunar að Jóni Ársæli hafi mátt vera það fulljóst fyrir birtingu þáttarins að Gyða Dröfn hafi viljað fá að skoða efnið áður en það færi í lofti. Ekki væri þó að sjá að Jón Ársæll hafi gert neinn reka að því að koma til móts við ósk Gyðu Drafnar um að skoða efnið og afla ótvíræðs samþykkis hennar fyrir birtingunni.Þátturinn var sýndur á RÚV.Fréttablaðið/ErnirÞótti mjög miður að ekki hafi verið hætt við sýningu Í dóminum kemur einnig fram að Jón Ársæll hafi viðurkennd að misráðið hafi verið að sýna þáttinn eftir að upplýsingar bárust um að Gyða Dröfn væri mótfallin birtingu viðtalsins. Þætti honum það mjög miður og að hann hafi ekki viljað særa Gyðu Dröfn né sýna henni vanvirðingu. Viðurkenndi hann að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum, en þó ekki fimm milljónum, líkt og hún gerði kröfu um. Þá viðurkenndi RÚV einnig að Gyða Dröfn ætti rétt á miskabótum og eins og atvik málsins liggi fyrir hafi ekki verið rétt að birta viðtaliðÍ niðurstöðukafla dómsins segir jafnframt að Gyða Dröfn hafi veitt í viðtalinu afar viðkvæmar og persónulegar upplýsingar um sjálfasig og fjölskyldu sína, og gert það í eigin persónu, í hljóði og mynd.„Í ljósi eðlis upplýsinganna og viðkvæmrar stöðu hennar sem fanga hlaut báðum stefndu að vera ljóst mikilvægi þess að ótvírætt samþykki hennar lægi fyrir, áður en til birtingar viðtalsins kæmi,“ segir í dómi Héraðsdóms en líkt og áður segir þarf Jón Ársæll og RÚV að greiða Gyðu Dröfn eina milljón króna í miskabætur.
Dómsmál Fjölmiðlar Tengdar fréttir Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47 Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08 RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Viðtalið sem aldrei átti að fara í loftið Viðmælandi Jóns Ársæls vill fá 5 milljónir króna í bætur. 2. október 2019 14:47
Viðtal sem aldrei átti að fara í loftið kostaði sitt Jón Ársæll og RÚV þurfa að borga viðmælanda í þáttunum Paradís eina milljón króna. 30. október 2019 14:08
RÚV og Jón Ársæll dregin fyrir dóm Kona sem var viðmælandi og umfjöllunarefni í einum þátta sjónvarpsþáttaraðar Jóns Ársæls Þórðarsonar, Paradísarheimt, hefur höfðað mál gegn sjónvarpsmanninum góðkunna og Ríkisútvarpinu. 26. júní 2019 06:30