Fyrrverandi starfsmenn Twitter sakaðir um njósnir fyrir Sádi-Arabíu Samúel Karl Ólason skrifar 6. nóvember 2019 22:51 Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára. Vísir/getty Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu. Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira
Tveir fyrrverandi starfsmenn Twitter í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir njósnir á vegum Sádi-Arabíu. Þeir eru sagðir hafa fylgst með Twitter-síðum gagnrýnenda konungsfjölskyldu ríkisins. Annar mannanna, Ahmad, Abouammo, sem er bandarískur ríkisborgari, var handtekinn í gær. Hann er sömuleiðis sakaður um að hafa falsað kvittun með því markmiði að hindra rannsókn Alríkislögreglu Bandaríkjanna. Hinum manninum, Ali Alzabarahd, frá Sádi Arabíu, er gert að hafa nálgast persónuupplýsingar rúmlega sex þúsund notenda Twitter árið 2015 og það á vegum ríkisstjórnar Sádi-Arabíu. Auk þeirra hefur einn maður verið ákærður. Hann heitir Ahmed Almutairi og var milliliður mannanna og embættismanna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt frétt Washington Post er talið að þeir Alzabarah og Almutairi séu staddir í Sádi-Arabíu. Mennirnir þrír eru þar að auki sagðir hafa starfað með embættismanni sem rekur góðgerðasamtök í eigu Mohammed bin-Salmann, krónprins og í raun leiðtoga Sádi-Arabíu. Salmann, sem er iðulega kallaður MBS, er sakaður af leyniþjónustum Bandaríkjanna um að hafa fyrirskipað morðið á blaðamanninum Jamal Khashoggi í ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl í fyrra.Þetta er í fyrsta sinn sem Sádar eru ákærðir fyrir njósnir í Bandaríkjunum. Ríkin eru miklir bandamenn til margra ára.Twitter er vígvöllur í Sádi-Arabíu Sérfræðingur mannréttindasamtakanna Human Rights Watch segir ákærurnar sérstaklega merkilegar með tilliti til þess að Sádar séu yfir höfuð mjög virkir á Twitter og noti samfélagsmiðilinn til að ræða hin ýmsu málefni. Yfirvöld ríkisins eru sögð reka nokkurs konar „tröllaverksmiðju“ þar sem hundruð manna vinna við það að dreifa áróðri og ógna gagnrýnendum konungsfjölskyldunnar, svo eitthvað sé nefnt. Markmið þeirra er að þagga í gagnrýnisröddum fyrir hönd konungsfjölskyldunnar. Þá segir sérfræðingurinn ljóst að yfirvöld Sádi-Arabíu hafi lengi reynt að svipta hulunni af vinsælum Twitter-síðum þar sem notendur koma ekki fram undir nafni. Í ákærunni kemur til dæmis fram að Abouammo hafi nálgast persónuupplýsingar notanda sem gengur undir nafninu @Mujtahidd. Hann er með rúmlega milljón fylgjendur og hefur varpað ljósi á spillingu í Sádi-Arabíu. Alzabarah nálgaðist þar að auki persónuupplýsingar Abdulaziz, sem er vel þekktur gagnrýnandi konungsfjölskyldunnar og vinur Khashoggi. Abdulaziz býr í Kanada en tveir bræður hans í Sádi-Arabíu hafa verið handteknir. Hann höfðaði mál gegn Twitter í síðasta mánuði á þeim grundvelli að fyrirtækið hafi ekki látið hann vita af því að persónuupplýsingar hans hafi verið skoðaðar og þeim dreift. Aðrir starfsmenn Twitter spurðu Alzabarah þann 2. desember út í af hverju hann hefði verið að skoða persónuupplýsingar notenda og sagðist hann hafa gert það fyrir forvitnisakir. Hann var settur í leyfi frá störfum og degi seinna flaug hann til Sádi-Arabíu.
Bandaríkin Morðið á Khashoggi Sádi-Arabía Twitter Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar Sjá meira