Besta vinkona Whitney Houston sviptir hulunni af ástarsambandi þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 13:51 Robyn Crawford og Whitney Houston. Getty/Samsett Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Liam Payne lagður til hinstu hvílu Sjá meira
Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30