Besta vinkona Whitney Houston sviptir hulunni af ástarsambandi þeirra Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. nóvember 2019 13:51 Robyn Crawford og Whitney Houston. Getty/Samsett Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People. Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Robyn Crawford, besta vinkona bandarísku söngkonunnar Whitney Houston, tjáir sig í fyrsta sinn um meint ástarsamband þeirra á milli í væntanlegum æviminningum sínum. Orðrómar þess efnis hafa ítrekað ratað á síður slúðurblaðanna á sínum tíma. Houston var einn farsælasti tónlistarmaður síðari ára. Hún drukknaði í baðkari á hótelherbergi í Los Angeles snemma árs 2012, eftir langvinna fíkniefnaneyslu og veikindi. Houston og Crawford kynntust á unglingsaldri og með þeim tókst strax náin vinátta. Þær voru áfram afar nánar á áttunda áratugnum, þegar frægðarsól Houston tók að rísa afar hratt. Crawford greinir frá því í fyrsta skipti í nýrri bók sinni, A song for you: My life with Whitney Houston, að þær Houston hafi raunar verið aðeins meira en bara vinir. Orðrómar þess efnis höfðu áður ratað á síður slúðurblaðanna vestanhafs. Hvorug þeirra staðfesti þó nokkurn tímann orðrómana – fyrr en nú. Crawford lýsir því í bókinni að þær hafi hist fyrst þegar þær störfuðu báðar sem leiðbeinendur í sumarbúðum í New Jersey árið 1980. Hún hafi þá strax tjáð Houston að hún myndi ætíð bera hag hennar fyrir brjósti. „Við vildum vera saman,“ skrifar Crawford. „Og þar var aðeins um okkur tvær að ræða.“ Houston hafi þó bundið enda á þann hluta sambandsins sem var „líkamlegur“ árið 1982 en þær voru áfram bestu vinkonur. „Hún sagði að við gætum ekki sofið saman lengur vegna þess að það myndi gera vegferð okkar enn erfiðari,“ segir Robyn í bókinni. „Hún sagði að ef fólk kæmist að sambandi okkar myndi það beita upplýsingunum gegn okkur. Og á níunda áratugnum fannst manni einmitt eins og sú væri raunin.“ Þá hafi fjölskylda Houston auk þess verið mótfallin sambandi þeirra. Móðir Houston hefði til að mynda tjáð dóttur sinni að svo náið samband tveggja kvenna væri „ónáttúrulegt“. Lesa má umfjöllun um útdrátt úr bók Crawford á vef People.
Hollywood Tónlist Tengdar fréttir Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30 Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
Lygileg saga frá Foxx: Whitney tók eigið lag í karaoke og Bobby Brown tæmdi fataskápinn Leikarinn Jamie Foxx var gestur hjá Jimmy Fallon á dögunum og eins og vanalega fór hann á kostum, þrátt fyrir að vera fáveikur í þættinum. 14. nóvember 2018 11:30