Fá rítalín eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín Ari Brynjólfsson skrifar 8. nóvember 2019 07:15 Dæmi eru um að sjúklingar fái lyfin afhent í gistiskýlinu við Lindargötu. Fréttablaðið/Anton Brink Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“ Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira
Hópur langt leiddra vímuefnaneytenda með alvarlega smitsjúkdóma fær úthlutað Ritalin Uno eða Contalgin í skiptum fyrir að taka lyfin sín. Markmiðið er að draga úr útbreiðslu HIV og lifrarbólgu C meðal vímuefnaneytenda. Starfsmenn velferðarsviðs Reykjavíkurborgar sjá um að koma lyfjunum til einstaklinganna. Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, segir að um sé að ræða fimm til sex einstaklinga. „Til þess að ná árangri þá gerum við samning við þessa einstaklinga. Við skoðum sjúkrasögu þeirra og ef það er læknisfræðileg ástæða til að ávísa ávanabindandi lyfjum þá gerum við samning við þá. Þá ávísum við ýmist sterku verkjalyfi eða örvandi lyfi í einni töflu gegn því að þeir taki HIV-lyf eða lyf við lifrarbólgu C,“ segir Már. Oftast er það heimilislæknir sem ávísar lyfinu. Verkefnið hefur staðið yfir í rúmt ár og gefið góða raun. „Okkur hefur tekist að halda þessum einstaklingum, sem hafa engin önnur úrræði, veirufríum,“ segir Már. Vill hann að verkefnið verði eflt. „Oftast nær þarf ekki að grípa til þessa. Það er fullt af fíklum sem þrátt fyrir sína neyslu geta sinnt sinni meðferð, en það er smá kjarni sem er svo langt leiddur að þeir geta ekki komið og er ekki treystandi fyrir lyfjunum.“Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins “Ég skil læknana mjög vel, þeir eru í erfiðri stöðu með þau úrræði sem eru í boði. Það sem við þurfum er meðferðarfangelsi.”Baldur Borgþórsson, varaborgarfulltrúi Miðflokksins, hefur vakið athygli á málinu að undanförnu. „Úrræðaleysið hefur orðið til þess að okkar verst stöddu fíklar kúga út úr kerfinu kolólögleg lyf,“ segir Baldur „Þeir fá sterk lyfseðilsskyld lyf, sem þeir mylja. Þeir fá svo afhentan búnað, sprautur, nálar, teygjur til að binda um handlegginn, bolla til að malla efnin í og svo fá þeir baðaðstöðuna á Lindargötu til að nota sem neyslurými.“ Hrafnhildur Ólafsdóttir, deildarstjóri hjá Þjónustumiðstöð Vesturbæjar, Miðborgar og Hlíða, tekur undir með Má að það þurfi að efla starfið. Tekur hún fram að það sé aldrei starfsmaður gistiskýlisins sem útdeili lyfjunum, heldur starfsmaður vettvangs- og ráðgjafateymis borgarinnar. „Það er alltaf hjúkrunarfræðingur sem sér um lyfjagjöf,“ segir Hrafnhildur. Baldur segir einstaklingana hafa hótað að smita aðra ef þeir fá ekki stærri skammta. „Það eru dæmi um að þeir hafi hótað að dreifa blóðugum nálum á leikskólalóðum.“ Már segir að ekki sé um að ræða stóra skammta og það sé ekki hægt að semja um þá. „Neysla þessa fólks er miklu meiri en sem nemur þessu, það vitum við. Þetta er nægilega góður díll fyrir þessa einstaklinga til að þeir láti sig hafa þetta og taki veirulyfin, það er það sem skiptir máli.“ Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir sitt embætti ekki eiga aðkomu að þessu, en hann viti af ýmsum brögðum sem læknar beiti til að meðhöndla sjúklinga. „Þeir sem eru að meðhöndla einstaklinga sem eru með mjög alvarlega og smitandi sjúkdóma eru með alls konar tilfæringar til að ná fram samvinnu og veita fólki meðferð við smitsjúkdómum,“ segir hann. „Það eru mjög erfiðir einstaklingar þarna úti sem er erfitt að eiga við, þá þurfa menn að beita alls konar ráðum.“ Hann fagnar því að læknar geti sýnt sveigjanleika. „Þessi skaðaminnkandi úrræði eru einmitt til þess að auðvelda samstarf við þennan hóp.“
Birtist í Fréttablaðinu Fíkn Heilbrigðismál Lyf Reykjavík Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Sjá meira